![]() |
Cardiff vill fá Fowler |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.7.2007 | 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við ákváðum að endurtaka leikinn frá því í fyrrasumar og leigja okkur sumarhús í Danmörku. Að vísu lá leiðin ekki aftur á Jótlandið góða heldur ákváðum við að prófa Falster að þessu sinni. Við vorum í sumarhúsinu í eina viku en áður en við fórum þangað niður eftir vorum við í eina nótt í Malmö og tvær nætur í Köben.
Þetta var mjög skemmtileg ferð og við vorum tiltölulega heppin með veður, þó það hafi nú hist þannig á að veðrið hér heima var líklega enn betra! Ekki oft sem það gerist . Veðurspáin var reyndar alla dagana mun verri en veðrið, alveg öfugt við það sem maður á að venjast hér á landi. Það var meira og minna glampandi sól alla daga nema einn, en þá gerði rok á danskan mælikvarða. Mesta rok í manna minnum og auðvitað stóðu danirnir algjörlega ráðþrota gagnvart óveðrinu. Við víkingarnir fórum nú bara á rúntinn, og fannst ekki mikið til veðursins koma
.
En þeim tókst nú samt að bjóða okkur upp á rafmagnsleysi í kjölfarið. Rafmagnslínurnar þeirra lágu eins og hráviði út um allt því þessi blessuðu tré þeirra brotnuðu undan veðurofsanum og slitu niður línurnar. Það var svosem allt í lagi, maður hélt bara að það kæmu menn og redduðu því, en það varð nú aldeilis ekki raunin. Eftir 8 tíma rafmagnsleysi fórum við að athuga málið og þá fengum við þau svör að þeir teldu of hættulegt að reyna að laga línurnar í slíku veðri . Þá var mér nú öllum lokið og sagði við annars elskulega stúlkuna sem tjáði mér tíðindin: "I danskerne duer ikke til noget!" Þetta viðmót mitt hjálpaði nú ekki upp á sakirnar og úr varð að ég fór í búðina og keypti eldivið í arininn, eldspýtur og kerti. Sólarhring síðar kom rafmagnið aftur
.
Þessi sumarhúsabyggð sem við vorum í, Marielyst, er annars mjög skemmtilegur staður. Þarna er heilmikla þjónustu að hafa, banka,verslanir, veitingastaði, golfvelli og allskonar afþreyingu og tiltölulega stutt í 2 ferjuhafnir þar sem hægt er að hoppa til Þýskalands - sem við gerðum. Eins er frekar stutt í skemmtigarðinn Bonbonland og ýmislegt fleira. Mæli með þessu, en mun samt örugglega prófa eitthvað nýtt næst .
Ferðalög | 7.7.2007 | 13:35 (breytt 6.7.2008 kl. 00:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 7.7.2007 | 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég veit ekki betur en það sé alltaf umferðaröngþveiti í nágrenni Oslóar! Ég man allavega ekki eftir öðru. Þegar maður kemur keyrandi yfir landamærin frá Svíþjóð á prýðilegum hraða og í mestu makindum þá er rétt eins og maður keyri á vegg þegar nískulegt vegakerfi norðmanna tekur við.
Ekki veit ég hvaða vesalingur hannaði það en hann hefur ábyggilega ekki verið elsta barnið í sinni fjölskyldu.
Ósköp er ég annars alltaf leiðinlegur við norðmenn, eins og þeir eru nú vingjarnlegir
![]() |
Umferðaröngþveiti við Ósló vegna rigningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 24.6.2007 | 21:25 (breytt 6.7.2008 kl. 00:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
![]() |
Elsta systkinið gáfaðast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.6.2007 | 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég þjáist af bloggleti þessa dagana. En nú hef ég loksins ágæta afsökun, ég er nefnilega á leið til Danmerkur í sumarhús þannig að það er ekki von á miklu bloggi frá mér næstu 10 dagana c.a.
Góðar stundir.
Bloggar | 19.6.2007 | 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja þá er maður kominn heim frá Amsterdam. Prógrammið var nokkuð stíft, skólaheimsóknir, Rolling Stones tónleikar, karaoke, út að borða, út að labba, út að sigla o.s.frv.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég kem til Amsterdam, en vonandi ekki það síðasta. Ég var í smástund að átta mig á því hvort ég fílaði staðinn, hugsanlega vegna þess að við fórum í rauða hverfið strax fyrsta kvöldið og þar fær maður aðeins upp í kok, svo ekki sé meira sagt. Síðan leið það nú hjá og maður naut veðurblíðunnar á fallegum torgum borgarinnar í góðum félagsskap. Það er ekki hægt að kvarta yfir slíku.
Annars var mjög áhugavert að sjá rauða hverfið. Þar var t.d. allt fullt af japönskum túristum sem hefur eflaust liðið frekar illa því þarna er mælst til þess að menn séu ekki með myndavélar á lofti í tíma og ótíma. Þarna stóðu stúlkurnar, eins misjafnar og þær voru margar, í röðum á bak við opnanleg fög og buðu þjónustu sína, sumar höfðu greinilega nóg að gera en aðrar hafa eflaust þurft að gefa sveran afslátt. Fjölbreytileiki mannlífsins í hverfinu endurspeglaðist kannski helst í því að inná milli sýningarglugganna mátti sjá venjulegt fólk. Það var t.d. frekar súrrealískt að sjá matarboð hjá miðaldra fólki mitt á milli tveggja útstillingarglugga! Það gerist varla annars staðar
.
Hótelið sem við gistum á var nú ekki til að hrópa húrra fyrir, en það háttaði þannig til þegar við ákváðum að fara þessa ferð að þetta var eina hótelið í Amsterdam sem gat tekið á móti 50 manna hóp þannig að við skelltum okkur á það frekar en að vera í einhverju úthverfi, eða þá tvist og bast um borgina. Hótelið heitir Tulip Inn og er við Nassaukade, svona fyrir ykkur hin að varast.
Staðsetningin var samt frábær, hótelið er rétt við Leidseplein, sem er fallegt torg með óteljandi skemmti- og veitingastöðum allt í kring. Þar eru tvö frábær steikhús sem við prófuðum: Gauchos og Rancho og fullt af öðrum flottum ressum, indverskum, ítölskum, grískum, portúgölskum svo fátt eitt sé nefnt. Eitthvað fyrir alla semsagt.
Borgin, a.m.k. það sem ég sá af henni, er falleg og veðrið þessa daga sem við vorum þar var alveg frábært, ef frá er talið þrumuveður sem gekk yfir landið á föstudagskvöldinu og grandaði m.a. 2 manneskjum. Auðvitað þurfti það að hittast þannig á að akkurat þetta kvöld höfðum við ákveðið að skella okkur á tónleika með Rolling Stones . Tónleikarnir voru haldnir í Goffertpark í Nijmegen, sem er rúmum 100 kílómetrum frá Amsterdam, og þangað fórum við saman í rútu, rúmlega 20 manna hópur.
Ferðin tók rúma 4 tíma vegna umferðaröngþveitis sem Hollendingar buðu okkur uppá, annarsvegar vegna þess að alvarlegt slys hafði orðið á hraðbrautinni og hinsvegar einfaldlega vegna þess að það var föstudags-eftirmiðdegi. Þegar rútan loks kom á staðinn byrjaði þetta þvílíka þrumuveður með tilheyrandi eldglæringum og úrhelli sem minnti á vel heppnaða helför sem ég fór í London fyrir nokkrum árum. Maður varð gegndrepa á 0,1 enda bara í stuttbuxum eins og kjáni og röðin við regnfatasöluna á staðnum var þvílík að manni fannst varla taka því að eyða tónleikunum í slíkt vesen. Ég hef aldrei á ævinni séð þvílíkar eldglæringar, svo mikið er víst.
En tónleikarnir voru frábær upplifun. Ég er í sjálfu sér ekki forfallinn stones aðdáandi, finnst Bítlarnir betri ef út í það er farið - en sá samanburður á einhvern veginn engan rétt á sér, en mér finnst þeir góðir og Mick Jagger er klárlega einn af mínum uppáhaldssöngvurum. Og að sjá þann mann á sviði er alveg magnað, hann er örugglega flottasti performer sem uppi hefur verið - svei mér þá!
Bandið byrjaði reyndar hrikalega illa, Start me up var svosem í góðu lagi en svo komu nokkur lög í röð í nýrri kantinum og þar voru Keith og Ron alveg út á túni. Um miðbik tónleikanna lamdi Mick Ron duglega og þá lagaðist bandið stórlega. Keith var samt sem áður aldrei með á nótunum, ekki einu sinni í Brown Sugar! Engum dirfist þó að lemja hann, enda lagast hann örugglega ekkert við það. En hann er algjör töffari, það má hann eiga, og hann er gríðarlega virtur af aðdáendum bandsins því hann fékk engu síðri móttökur en Jaggerinn.
Þrátt fyrir úrhellið og umferðaröngþveitið var kvöldið frábært, og verður lengi í minnum haft. Rétt eins og ferðin öll.
Ferðalög | 13.6.2007 | 15:44 (breytt 6.7.2008 kl. 00:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggar | 7.6.2007 | 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tónlist | 2.6.2007 | 16:33 (breytt 6.7.2008 kl. 00:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hljómsveitin Á Móti Sól verður á fullu um helgina. Dagskráin er sem hér segir:
Föstudagur 1.júní - Players, Kópavogi
Laugardagur 2.júní - Festi, Grindavík
Sunnudagur 3.júní - Félagsheimilið, Patreksfirði
Góða skemmtun:-).
Bloggar | 1.6.2007 | 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
-
nkosi
-
ansiva
-
atlifannar
-
skarfur
-
agustolafur
-
amotisol
-
baldurkr
-
bbking
-
bjarnihardar
-
brandurj
-
gattin
-
binnag
-
bryndisvald
-
brynja
-
bestfyrir
-
daxarinn
-
ebbaloa
-
austurlandaegill
-
eirag
-
hjolagarpur
-
ellasprella
-
eythora
-
ea
-
fjarki
-
gesturgudjonsson
-
dullari
-
gretar-petur
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
hugs
-
gummigisla
-
gummisteingrims
-
bitill
-
gunnarfreyr
-
nesirokk
-
rattati
-
hehau
-
hermannol
-
krakkarnir
-
nabbi69
-
swiss
-
810
-
ingimundur
-
ingvarvalgeirs
-
jakobsmagg
-
presley
-
katrinsnaeholm
-
buddha
-
larahanna
-
maggib
-
magnusvignir
-
jabbi
-
palmig
-
rungis
-
snorris
-
slembra
-
lehamzdr
-
svanurg
-
sverrir
-
saedis
-
tinnhildur
-
tommi
-
postdoc
-
doddilitli
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar