![]() |
Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.5.2007 | 23:40 (breytt 6.7.2008 kl. 00:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef verið dálítið hugsi yfir fréttunum af málefnum tónlist.is undanfarið, eins og sést hefur hér á síðunni. Þessi umfjöllun hefur nefnilega ekki bara leitt í ljós að vinnubrögð stjórnenda tónlist.is eru engan veginn í lagi, heldur einnig - og ekki síður - hversu illa hagsmunasamtök okkar sem erum að bjástra við tónlist hafa staðið sig í málinu. Síðast en ekki síst leiða þessi ósköp síðan hugann að því hvað við sjálf stöndum illa vörð um okkar hagsmuni og hvað við látum yfir okkur ganga, óátalið.
Ég er félagi í 2 hagsmunasamtökum í tónlistarbransanum, STEFi (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) og FÍH (Félag íslenskra hlóðfæraleikara) og ég hef sótt um inngöngu í 2 til viðbótar, FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) og FHF (Félag hljómplötuframleiðenda) og mig langar aðeins að fara yfir reynslu mína af þessum samtökum.
STEF: Ég var í raun sjálfkrafa skráður í STEF. Um leið og ég byrjaði að fikta við að semja texta sem rötuðu inn á plötur varð ég félagi og samtökin sáu um að innheimta fyrir mig höfundarlaun. Gott og vel. Ég hef í gegnum tíðina haft talsverðar tekjur af lögum mínum og textum og hef ekkert yfir STEF að kvarta svosem, enda hef ég undanfarið átt mjög góð samskipti við fólk þar á bæ.
En STEF hefur ekki alltaf komið fram við mig eins og ég sé skjólstæðingur samtakanna. Árið 1998 sendum við félagarnir í Á móti sól frá okkur 2 lög sem náðu talsverðum vinsældum. Annað var Á ÞIG, eða Æ mig langar upp á þig eins og flestir kalla það, og hitt var STELPUR. Bæði þessi lög fengu mikla spilun í útvarpi, þá sérstaklega Á ÞIG sem var t.d. eitt mest spilaða íslenska lagið á Bylgjunni það árið og naut ótvírætt mikilla vinsælda. En þegar tékkinn frá STEFi kom þótti mér lögin gefa undarlega lítið af sér. Ég man þessar tölur ekki nákvæmlega en mig minnir að ég hafi fengið u.þ.b. helmingi minna fyrir þessi 2 lög samtals en ég fékk fyrir DJÖFULL ER ÉG FLOTTUR sem var heilmikill smellur árið áður. Þegar ég leitaði skýringa hjá STEFi var mér sagt að ég yrði að skrifa formlegt bréf til stjórnarinnar til að reyna að fá úr því skorið hvort um einhver mistök væri að ræða, og þá hver skýringin á þeim hugsanlega væri og hvað væri til bragðs að taka. Það gerði ég samviskusamlega, þó mér þætti það óneitanlega nokkuð undarleg boðleið, en fékk ekkert svar. Nokkrum vikum síðar skrifaði ég stjórninni annað bréf þar sem ég ítrekaði erindið. Því bréfi var heldur ekki svarað.
Ég var semsagt ekki virtur svars hjá mínu eigin félagi, mínum hagsmunasamtökum. Og það sem verra var: Ég lét það yfir mig ganga. Og það sem er kannski ennþá verra er það að ég lét engan vita. Kannski hafa margir fleiri lent í því sama - og ekki sagt neitt heldur. Þessu verðum við að breyta með einhverjum hætti.
FÍH: Ég man ekki hvenær ég skráði mig í FÍH eða afhverju. Mig minnir að ég hafi einfaldlega talið að það væri eðlilegt að ég gengi til liðs við stéttarfélag tónlistarmanna úr því að ég væri að baksa við að vera tónlistarmaður. Síðan les maður maður um aðkomu FÍH að Samtóni og samninga sem Samtónn hefur gert fyrir hönd sinna umbjóðenda, og í raun miklu fleiri sýnist mér, og þá virðist manni, eins og glöggur bloggvinur minn benti á, félagið í raun vera farið að vinna gegn sínum eigin umbjóðendum! Það er ábyrgðarleysi. En þetta lætur maður yfir sig ganga, og heldur áfram að borga félagsgjöldin.
Svonefnd flytjendagjöld, sem eru held ég hluti STEF-gjalda, renna einnig til FÍH skilst mér en ég hef aldrei séð krónu af þeim - og mun aldrei sjá því þau fara í rekstur FÍH; rekstur skrifstofu og hljóðvers, sem er svosem ágætt, og ekki síst rekstur tónlistarskóla! Hvaða stéttarfélag stendur í slíkum rekstri? Þetta er alveg galið .
Ég má semsagt taka þátt í að afla flytjendagjaldanna og borga félagsgjöldin, en að ég fái eitthvað af þeim til baka er ekki inn í myndinni. Til að kóróna allt saman semur afsprengi félagsins (Samtónn) síðan um það við tónlist.is að þeir megi streyma lögunum mínum og allra annarra fyrir samtals 100 þúsund krónur á ári! Þetta hef ég látið yfir mig ganga hingað til, en ég hugsa að eitt af mínum fyrstu verkum á þriðjudaginn verði að segja mig úr þessum félagsskap .
FTT kann ég eiginlega engin deili á en ég hygg að ég eigi mun meiri samleið með þeim félagsskap en FÍH. Sjáum hvað setur, í það minnsta fékk ég strax jákvæð viðbrögð við umsókn minni. Það lofar altént góðu.
FHF er félagsskapur sem mig langar kannski ekkert sérstaklega að tilheyra, en ástæða þess að ég sækist eftir því að komast þar inn er sú að ég hef undanfarið verið mjög ósáttur við gjörðir félagsins og með inngöngunni vonast ég til að geta haft einhver áhrif.
Ég hef gert athugasemdir við undarlega framgöngu FHF í 2 málum.
1. Sena seldi Alcan u.þ.b. 10,000 geisladiska með Bó og Sinfó sem Alcan síðan dreifði frítt inn á hvert heimili í Hafnarfirði á jóladagsmorgun, sérmerktum og sérinnpökkuðum þannig að engin leið var fyrir hafnfirðinga að skila þeim í næstu búð og fá annað í staðinn, eins og ef um venjulega sölu væri að ræða. FHF staðfesti það við vini sína í Senu að þessi "sala" yrði færð til bókar á nákvæmlega sama hátt og ef ég sjálfur hefði farið út í búð og keypt diskinn, sem ég reyndar gerði - en það er önnur saga. Þetta gengur þvert gegn viðurkenndum hefðum, og er algjörlega á skjön við ábendingar félagsins til okkar hinna um að einungis með sannanlegri sölu í viðurkenndum verslunum geti maður gert tilkall til þess að fá viðurkennda gull- eða platínusölu. Þessar reglur voru semsagt sveigðar og beygðar þegar Sena þurfti á að halda. Tek það fram að ég er ekki á nokkurn hátt að gagnrýna Bó - hann á allt gott skilið.
Frá þessum samningi við Alcan var gengið löngu fyrir jól og því gat Sena tilkynnt það með pompi og prakt á besta tíma í jólaplötuflóðinu að Bó og Sinfó væri komin í platínu - sem jók sölu disksins enn frekar!
2. Í byrjun maí fjallaði Orri Páll Ormarsson um hljómplötumarkaðinn á Íslandi í ágætri grein í Mogganum. Þar er m.a. vitnað í formann FHF og sölulisti sem hann lét blaðinu í té birtur, en sá listi sýndi fram á að Sena heði komið að útgáfu 18 af 20 vinsælustu platna ársins 2006. Útgáfustjóri Senu baðar sig í frægðinni í greininni og lætur vel af sér "þetta er yfirleitt stönginn-inn hjá okkur" segir hann m.a. .
Báðir þessir aðilar, Jónatan Garðarsson hjá FHF og Eiður Arnarsson útgáfustjóri Senu, vissu hinsvegar mætavel að listinn var kolrangur, enda hafa þeir eftir á viðurkennt að líklega hefðu 10-15 plötur sem einyrkjar sem ekki eru aðilar að FHF gáfu út á árinu komist inn á listann - á kostnað Senutitlanna!
Þegar ég gerði athugasemdir við þessi vinnubrögð benti formaðurinn á blaðamanninn og sakaði hann um óheiðarleika, sem fólst í því að birta umræddan lista í leyfisleysi. Bæði Jónatan og Eiður viðurkenna þó að hafa fengið greinina til yfirlestrar og þar er fjallað um listann með afgerandi hætti. Svo þau rök eru léttvæg - í besta falli.
Það eru vinnubrögð af þessu tagi sem fara í taugarnar á mér og ég er ekki tilbúinn til að láta yfir mig ganga. En það er eins með þessi samskipti mín við FHF og samskipti mín við STEF forðum að ég hef engum sagt frá þeim. Ég hef aðeins fjallað um þau hér á blogginu mínu en ég hef ekki formlega deilt reynslu minni með öðrum tónlistarmönnum, enda veit ég ekki á hvaða vettvangi það ætti svosem að vera. Kannski er sá vettvangur til, en ef svo er þá veit ég ekki af honum.
Eflaust hafa margir fleiri svipaða sögu að segja en það kemst aldrei upp á yfirborðið af því að við tónlistarmennirnir tölum of lítið saman. Samstaðan er ekki nógu breið. Underground liðið er of upptekið við að gera lítið úr okkur sveitaballapoppurunum, við sveitaballamennirnir erum of uppteknir við að fussa og sveia yfir tónlistarskólaliðinu, jazzmönnunum og listaspírunum og jazzmennirnir og bakraddasöngvararnir eru of uppteknir við að fussa og sveia yfir öllu saman . Þannig gengur þetta hring eftir hring og á meðan eru réttindi okkar fótum troðin - oft með okkar samþykki, beinu eða óbeinu.
Ég held að það sé kominn tími til að við sem erum að puða í músíkinni hættum að eyða púðri í að draga hvert annað í dilka og förum að skiptast á upplýsingum. Það þarf ekki að vera flókið dæmi né krefjandi, það gæti t.d. verið ágætis byrjun að koma upp póstlista þar sem menn gætu sent sín á milli upplýsingar um alla þá fjölmörgu hluti sem geta flokkast sem sameiginlegir hagsmunir stéttarinnar. Það þarf ekki að einskorðast við réttindabaráttu, við gætum t.a.m. skipst á praktískum upplýsingum eins og t.d. hvar hagstæðast sé að framleiða geisladiska, hvernig sé best að flytja þá inn o.s.frv. Ég sjálfur hef t.d. eytt töluverðum tíma í að kanna slíka hluti og gæti veitt ágætar upplýsingar um það og eflaust hafa margir fleiri gert slíkt hið sama.
Ef slíkur póstlisti væri til staðar gætum við líka látið hvert annað vita hvort við hefðum í hyggju að gera eitthvað í málunum gagnvart tónlist.is. Ég hef heyrt af nokkrum aðilum sem ætla að fara fram á að þeirra efni verði tekið út af vefnum á þriðjudaginn, og ég og mín hljómsveit erum að velta því sama fyrir okkur. Ég hef líka haft spurnir af því að hægt sé að láta önnur samtök en STEF innheimta fyrir sig höfundarréttargjöld, og mér skilst að einhverjir íslenskir tónlistarmenn hafi þann háttinn á. Mér þætti fróðlegt að heyra frá þeim, og öllum hinum, varðandi þessi mál - og öll hin.
Góðar stundir
Tónlist | 28.5.2007 | 02:11 (breytt 6.7.2008 kl. 00:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
![]() |
Framhaldssagan um Tónlist.is |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 27.5.2007 | 10:53 (breytt 6.7.2008 kl. 00:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
Tónlist.is stendur skil á sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 26.5.2007 | 19:03 (breytt 6.7.2008 kl. 00:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tveir öflugir liðsmenn Vinstri grænna fara mikinn á síðum blaðanna í dag. Gestur Svavarsson vinur minn reynir af miklum móð að klóra yfir skítkast Steingríms J. í allar áttir undanfarna daga og Katrín Jakobsdóttir skrifar skemmtilega grein um það að Vinstri-grænir séu komnir til að vera .
Gestur notar orðið broslegt í sinni grein og það er einmitt orðið sem mér datt í hug því það er alveg morgunljóst, og broslegt að vel gefið fólk skuli halda annað, að VG er ekki komið til að vera - því miður. Ég segi því miður því flokkurinn hefur margt prýðisfólk innan sinna vébanda og mörg ágæt mál á stefnuskránni. Einþykkjan og ósveigjanleikinn gera það hinsvegar að verkum að það er öllum hugsanlegum samstarfsaðilum ljóst að vonlaust er að ganga til samstarfs við flokkinn. Hafi einhverjir verið til sem ekki höfðu áttað sig á því fyrir kosningar er þeim það fullljóst núna eftir skítabombur formannsins og fleiri fokksmanna.
Gestur mærir formann sinn í greininni og segir að sér hafi þótt það heiðarlegt af honum að taka alvarlega yfirlýsingar framsóknar um það að setjast ekki í stjórn ef úrslit kosninganna yrðu í líkingu við það sem síðan varð. Gott og vel. Það kann að vera að það hafi verið heiðarlegt, en það breytir engu um það hversu heimskuleg framkoma Steingríms við framsóknarmenn var. Jafn reyndur stjórnmálamaður og Steingrímur ætti nú að geta sagt sér það að framsókn myndi sækjast eftir völdum hvernig sem færi! Það vissu það allir sem vildu svo þetta yfirklór gengur engan veginn.
Það er ekki annað að skilja á Gesti en að Steingrímur hafi gert allt sem í sínu valdi stendur til að komast í stjórn, samningaviljinn og lipurðin hafi svo sannarlega verið til staðar , vandamálið hafi bara verið að enginn vildi vera memm. Hvernig skyldi nú standa á því?
Flokkurinn mun, eins og ég þreyttist ekki á að spá fyrir kosningar, fara sömu leið og Kvennalistinn sálugi, sem ég kaus einmitt einu sinni. Þ.e. að með ósveigjanleika sínum og klaufalegri "samningatækni" einangrast flokkurinn og smátt og smátt átta kjósendur sig á því að það að greiða flokknum atkvæði sitt jafngildir því nánast að kasta því á glæ.
Stjórnmál og samfélag | 25.5.2007 | 16:46 (breytt 6.7.2008 kl. 00:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
![]() |
Eru Norðmenn ríkir og hrokafullir eða vingjarnlegir og óáhugaverðir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 24.5.2007 | 00:04 (breytt 6.7.2008 kl. 00:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jæja þá er maður farinn að geta litið upp eftir vonbrigðin og hættur að hugsa um allt það sem liðið og dómarinn hefði hugsanlega getað gert betur, t.d. að flauta leikinn ekki af mínútu of snemma og þá óþægilegu staðreynd að nú hefur hann dæmt 4 tapleiki Liverpool og 6 sigurleiki AC Milan.
Ég held að Liverpool liðið geti borið höfuðið hátt eftir þennan leik, og ekki síst stuðningsmennirnir. Það var glæsilegt að heyra þá syngja hástöfum You´ll never walk alone þrátt fyrir tapið. Alveg örugglega mögnuðustu stuðningsmenn í heimi.
![]() |
AC Milan Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.5.2007 | 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
Katrín: Væg afstaða til jafnréttismála og Íraksstríðsins vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.5.2007 | 17:10 (breytt 6.7.2008 kl. 00:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég má til með að segja frá því að ég kíkti í fyrsta skipti á þennan nýja vef hjá tónlist.is áðan og það var óneitanlega skemmtileg tilviljun, eftir að hafa séð Stefán Hjörleifsson vísa því alfarið á bug að stjörnugjöfin á tónlist.is væri á einhvern hátt óeðlileg, að það fyrsta sem fyrir augu bar var plata Jóns Ólafssonar fóstbróður Stefáns - með fullan farm af stjörnum
En vefurinn fannst mér fínn og það er vonandi að það verði hægt að skapa um hann góða sátt, en til þess að það verði þurfa náttúrlega allir aðilar að koma fram af heiðarleika. Ég hef reyndar lítið getað fylgst með þessu máli en mér sýnist vanta dálítið upp á í þeim efnum. Því miður.
Bloggar | 23.5.2007 | 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég er nú ekki viss um að það sé rétt að einhverjum tónlistarmönnum sé hyglað á kostnað annarra á tónlist.is, ekki umfram það sem eðlilegt getur talist a.m.k. Þá á ég við að auðvitað er vefurinn fyrst og fremst söluvefur þannig að stjórnendurnir hljóta að leggja áherslu á það sem þeir telja söluvænlegast hverju sinni. Ábyggilega standa einhverjir minni útgefendur höllum fæti gagnvart t.d. Senu þar eins og annarsstaðar, en það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að mínu viti. Að neita því er kannski óeðlilegt, en það er önnur saga.
Hitt er svo annað mál að ég á dálítinn slatta af lögum þarna inni og ég hef aldrei fengið krónu borgaða
![]() |
Hygla ekki á tonlist.is |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 22.5.2007 | 10:20 (breytt 6.7.2008 kl. 00:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
-
nkosi
-
ansiva
-
atlifannar
-
skarfur
-
agustolafur
-
amotisol
-
baldurkr
-
bbking
-
bjarnihardar
-
brandurj
-
gattin
-
binnag
-
bryndisvald
-
brynja
-
bestfyrir
-
daxarinn
-
ebbaloa
-
austurlandaegill
-
eirag
-
hjolagarpur
-
ellasprella
-
eythora
-
ea
-
fjarki
-
gesturgudjonsson
-
dullari
-
gretar-petur
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
hugs
-
gummigisla
-
gummisteingrims
-
bitill
-
gunnarfreyr
-
nesirokk
-
rattati
-
hehau
-
hermannol
-
krakkarnir
-
nabbi69
-
swiss
-
810
-
ingimundur
-
ingvarvalgeirs
-
jakobsmagg
-
presley
-
katrinsnaeholm
-
buddha
-
larahanna
-
maggib
-
magnusvignir
-
jabbi
-
palmig
-
rungis
-
snorris
-
slembra
-
lehamzdr
-
svanurg
-
sverrir
-
saedis
-
tinnhildur
-
tommi
-
postdoc
-
doddilitli
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar