Færsluflokkur: Bloggar

Þorsteinn Joð.

Ég verð að hrósa Þorsteini Joð. fyrir skemmtilega EM þætti. Takk fyrir mig Smile .

Svíar úr leik

Ég get ekki sagt að mér þyki leiðinlegt að Svíar séu dottnir út. Þeir voru nokkuð vissir um það fyrir keppnina að þeir yrðu meistarar, gamla sænska lítillætið, en nú eru þeir bara á leiðinni heim með skottið milli lappanna. Æ, æ Wink

Ikea = leiðbeiningar

Sævar fór í Ikea um daginn og bloggaði um heimsóknina á http://amotisol.blog.is/blog/amotisol/entry/563636/. Hvet ykkur til að kíkja á það Smile

Nýr Firefox

Ein aðalfréttin í netheimum í dag er sú að í dag kemur á markað Firefox 3, ný útgáfa af skásta netvafranum fyrir Mac. Hópur af nördum, m.a. 1400 íslenskir(!) eru að tapa sér yfir þessu, ætla m.a. að reyna að slá heimsmet í downloadi, og á einni nördasíðunni eru taldar upp 10 ástæður fyrir því afhverju maður ætti að ná sér í nýja Firefoxinn. Það er athyglisvert að þær eru allar á þann veg að þetta og hitt sé orðið betra en í Firefox 2! Ekki miðað við aðra vafra sem virka (að vísu ekki í mac, frekar en annað), t.d. Internet explorer.

Ég veit ekki á hvern svona vitleysa á að virka. Ég mun a.m.k. ekki hlaupa til og kaupa skinku frá Kjarnafæði þótt einhver segi mér að hún sé heldur skárri en gamla skinkan Wink.


Heitasti kynnir í heimi!

Ég hef oft verið að spá í það hvaða kynnir í heiminum væri flottastur. Nú hef ég loksins komist að því. Samkvæmt auglýsingu sem ég heyrði á FM 957 áðan er Ryan nokkur Seacrest heitasti kynnir í heimi. Takk FM Smile.


Bubbi minn....

....maður situr á steini, ekki stein. Steinn um stein frá steini til steins.

Áfram Spánn!

Ég hef ákveðið að halda með Spánverjum á EM. Í gegnum tíðina hef ég yfirleitt haldið með Hollendingum, en Nistelroy og Robben hafa aðeins dregið úr aðdáun minni á þeim. Torres vinur minn er í spænska liðinu og nokkrir fleiri núverandi og fyrrverandi púllarar og auk þess spilar liðið stórskemmtilegan bolta, þannig að ákvörðunin um að halda með þeim var frekar auðveld.

Danska blaðið BT greinir í dag frá 24 ástæðum fyrir því að Spánverjar verði Evrópumeistarar. Ég ætla að tína til nokkra punkta úr yfirferð blaðsins;

1. Gullkálfurinn Raúl er ekki með: Hann hefur verið í liðinu í 5 heims- og Evrópukeppnum og liðið hefur ekkert unnið í þau skipti.

2. Góður mórall í liðinu, m.a. vegna þess að Raúl er ekki með!

3. Þeir spila hraðan bolta: Ein ástæða þess að Aragones valdi ekki Raúl.

4. Þeir hafa Torres

11. Nokkrir þeirra eru vanir að spila í Bretlandi þar sem boltinn er hraðari og harðari.

14. Luis Aragones er snarruglaður; það hjálpar ef þú þjálfar Spánverja!

16. Þeir fá 650 þús. evrur á kjaft ef þeir vinna.

17. Þeirra lélegasti maður, Fabregas, er sá besti í arsenal Wink .

18. Þeir hafa spilað 15 leiki í röð án þess að tapa.

19. Þeir eru frábærir leikarar; David Villa, Luis Garcia og Diego Capel eru meistarar í að láta sig falla með tilþrifum!

23. Þeir njóta stuðnings Spánverja, Baska, Katalóna og Brasilíumanna.

24. Þeir njóta einnig stuðnings klámdrottningarinnar Luciu Lapiedra!

Aðgerðaáætlun vegna óvæntra heimsókna ísbjarna!

Þingmenn Vinstri-grænna eru sumir hverjir bálreiðir yfir því að hér á landi sé ekki til sérstök aðgerðaáætlun vegna óvæntra heimsókna ísbjarna! Vissulega er leiðinlegt að bangsi skyldi felldur, og líklega voru viðbrögðin ekki eins og best verður á kosið, en aðgerðaáætlun vegna óvæntra heimsókna ísbjarna! Er það?

Gott framtak

Það verður líka að geta þess sem vel er gert. Inn á þetta heimili, sem og önnur í Hveragerði, kom í dag vandaður bæklingur sem hefur að geyma upplýsingar um eitt og annað sem börnin okkar geta skemmt sér við í sumar. Frístunda-, menningar- og íþróttatilboð held ég að það sé kallað í bæklingnum. Þetta er glæsilegt framtak og er bænum til mikils sóma. Algerlega frábært að hafa allar þessar upplýsingar á einum stað.

Seinagangur og óskipulag?

Það er eins og Hvergerðingar séu aðeins seinni til en nágrannar þeirra þegar kemur að viðbrögðum við jarðskjálftanum. Ég þekki t.d. fólk sem hefur síðan á föstudagsmorgun reynt að finna út úr því hvert það á að snúa sér til að fá úr því skorið hvort skemmdir hafi orðið á húsnæði þeirra. Þessu fólki hefur verið vísað hingað og þangað hér í plássinu, en án teljandi árangurs. Í Árborg var svo að segja strax gefið upp símanúmer sem fólk í slíkum vandræðum gat hringt í og sveitarstjórinn í Ölfusi keyrði um sína sveit ásamt byggingafulltrúa að morgni föstudags og kannaði ástandið.

Búið var að rannsaka drykkjarvatn í Árborg og úrskurða það drykkjarhæft seinnipart laugardags. Ég veit ekki til þess að það sé búið hér. Það getur þó hafa farið fram hjá mér.

Íbúafundur var haldinn í Árborg í gær, sunnudag. Búið er að boða einn síkan í Ölfusinu á morgun. Ég veit ekki til þess að slíkur fundur hafi verið boðaður hér. Það er þó eins með fundinn og vatnið, ég þori ekki að fullyrða að ég hafi rétt fyrir mér. Enda kom ég svo vel undan skjálftanum að ég fylgist kannski ekki nægilega vel með til þess að vera að tjá mig opinberlega, en geri það nú samt Smile.

Sé þetta rétt athugað hjá mér finnst mér það dálítið umhugsunarvert. Ég sé ekki að hér séu aðstæður neitt öðruvísi en í nágrannasveitarfélögum okkar, a.m.k. ekki svo að þær réttlæti að viðbrögð bæjaryfirvalda hér séu hægari og jafnvel ómarkvissari en annars staðar. Ég trúi heldur ekki að fjarvera bæjarstjórans, sem er svo óheppinn að vera erlendis í fríi, geti haft svo lamandi áhrif á aðra starfsmenn bæjarins. Jafnvel þótt Aldís sé dugmikill og röggsamur stjórnandi.

Sé þetta hinsvegar rangt athugað hjá mér biðst ég forláts.

Ég tek það fram að ég hef ekki yfir neinu að kvarta, ég er einungis að velta þessum hlutum fyrir mér. Ég hef heyrt ansi sterkar óánægjuraddir og mér finnst afar leiðinlegt að vita til þess að fólk sem hefur orðið fyrir einhverjum skaða fái ekki jafn góða þjónustu hér og annars staðar.

Sjálfum finnst mér alveg jafn gott að búa hér og áður og ekki hvarflar það að mér að hugsa mér til hreyfings þótt náttúruöflin skjóti manni skelk í bringu annað slagið Smile.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband