Færsluflokkur: Tónlist
Tónlist | 30.6.2008 | 15:09 (breytt 5.7.2008 kl. 21:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlist | 27.6.2008 | 13:26 (breytt 5.7.2008 kl. 21:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tónlist | 24.2.2008 | 20:56 (breytt 5.7.2008 kl. 23:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er kominn tími á smá montfærslu. Langt síðan besserwizzerinn hefur fengið útrás fyrir hégómagirndina, þó ekki á kostnað annarra höfuðsynda.
Eins og ég sagði frá hér um daginn vorum við félagarnir í Á móti sól að senda frá okkur nýtt lag fyrir um 10 dögum síðan og það fær þessar líka fínu viðtökur. Fer beint á topp lagalistans, sem Félag hljómplötuframleiðenda gefur út. Er semsagt mest spilaða lagið á landinu þessa dagana þrátt fyrir að vera nýkomið út. Ég leyfi mér að monta mig smá yfir því, án þess þó að tapa mér.
Við félagarnir erum síðan að fara til Århus um helgina að spila fyrir Íslendingafélagið þar. Það verður ábyggilega ljómandi gaman, eins og alltaf. Nánar síðar.
Tónlist | 6.2.2008 | 17:11 (breytt 5.7.2008 kl. 23:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég: Nei það er í alvörunni ekki þannig að þeir sem hringja inn á Rás 2 til að biðja um óskalag séu settir í beina útsendingu
Félagi: Ég meina ég heyri oft, t.d. á næturvaktinni, í fólki sem er að hringja inn og biðja um lög oft mjög skrýtin lög og það er bara í beinni útsendingu. Það hittist bara svona á að þegar þeir ákveða að taka símann þá eru yfirleitt einhverjir furðufuglar á línunni!
Ég: Nei ég er að segja þér það að þetta er ekki í beinni. Það eru öll símtöl tekin upp. Það gera allar stöðvar þetta svona, bara til að passa upp á að fólk komist ekki að með einhvern dónaskap. Ég meina hefur þú heyrt einhvern biðja um Slipknot í beinni á Bylgjunni?
Félagi: Já þú meinar. Það er kannski hellingur af fólki búinn að hringja inn og biðja um venjuleg lög en þeir bíða bara eftir að einhver hringi og biðji um Neil Young eða eitthvað svoleiðis.
Ég: Já! Það símtal er síðan spilað við fyrsta tækifæri.
Félagi: Kannski halda þeir líka uppá svoleiðis símtöl, eiga bara Neil Young símtöl á lager?
Tónlist | 2.2.2008 | 09:28 (breytt 5.7.2008 kl. 23:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Megas: Bunch of money!"
Tónlist | 16.11.2007 | 16:27 (breytt 5.7.2008 kl. 23:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég ýjaði að því í bloggfærslu fyrir dálitlu síðan að vinsældir tónlistarmanna og hljómsveita væru oft skringilega tilkomnar - jafnvel tilbúnar. Síðan sagði ég ekkert meira, nema meira um það síðar. Og nú er síðar.
Hvernig er hægt að mæla vinsældir íslenskra tónlistarmanna? Og er yfirhöfuð einhver þörf á því? Ég hef svosem lengi verið þeirrar skoðunar að það þurfi ekkert sérstaklega, enda hef ég aldrei elst við að kaupa þá tónlist sem vinsælust er hverju sinni. Vissulega hefur það þó skipt mig máli hvernig gengur hjá minni hljómsveit, og það er fyrst og fremst það sem hefur fengið mig til að velta þessum hlutum fyrir mér.
Með reglulegu millibili les maður á síðum íslenskra blaða, og heyrir jafnvel einnig talað um það á Rás 2, að þessi eða hin hljómsveitin sé gríðarlega vinsæl og það sé með ólíkindum hvað allt gangi vel hjá henni. Í ansi mörgum tilvikum verð ég steinhissa vegna þess að ég hef aðgang að sölulistum og spilunarlistum og eins þekki ég nógu vel til í bransanum til að vita nokkurnveginn hvernig aðsókn hefur verið á tónleika eða böll viðkomandi. Árangur á þeim vígstöðvum gefur sjaldnast tilefni til stórra yfirlýsinga. Hvað er það þá sem liggur til grundvallar því mati að hljómsveitin eða tónlistarmaðurinn sé hreinlega að springa úr vinsældum?
Hvað annað er hægt að mæla? Ekki geta vinsældir, sem fullyrt er í útvarpi og blöðum að séu til staðar, grundvallast á tilfinningu viðkomandi fjölmiðlamanns? Eða hvað? Ég er altént þeirrar skoðunar að eitthvert áþreifanlegt atriði þurfi að vera til staðar. En hvað ætti það að vera?
Í mínum huga er plötusala ágætt tæki til að mæla vinsældir, þ.e. að því gefnu að farið sé eftir þeim leikreglum sem Félag íslenskra hljómplötuframleiðenda (FHF) hefur sett sér og þær ekki aðlagaðar að þörfum öflugra aðila innan félagsins - svipað og gert var með áldisk Björgvins í fyrra. Til upplýsingar fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru þær reglur í grófum dráttum þannig að sala í helstu hljómplötuverslunum og stórmörkuðum landsins er skráð og úr þeim sölutölum er unninn sölulisti sem nefnist Tónlistinn og birtist í Mogganum á fimmtudögum. Það er sá sölulisti sem marktækastur hefur verið undanfarin ár (þó hann sé auðvitað ekki gallalaus), og við hann er miðað þegar FHF tekur ákvörðun um hverjir hljóti gull- eða platínuplötur. Oftast nær a.m.k. .
Lagalistinn er annað fyrirbæri sem FHF stendur á bak við, en þar er um að ræða lista yfir mest spiluðu lög landsins í viku hverri, samkvæmt upplýsingum frá útvarpsstöðvum. Sá listi er um margt ágætur en hann mælir þó ekki vinsældir laga nema upp að vissu marki. Vissulega spila FM957 og Bylgjan mest af þeirri tónlist sem menn á þeim bæjum telja í mestum metum hjá sínum hlustendum hverju sinni, og til þess að meta það gera þessar stöðvar reglulega kannanir meðal hlustenda. Þær kannanir eru þó með þeim annmörkum að þar haka þátttakendur einungis við 30 lög sem stöðvarnar hafa ákveðið að kjósa skuli um. Hlustendur geta ekki kosið lög að eigin vali. En engu að síður hygg ég að spilunarlisti þessara tveggja stöðva sé sæmilega í takt við vilja hlustenda þeirra. Það er þó einungis ákveðin tegund tónlistar sem er spiluð á þessum stöðvum. Groddaleg gítarlög fá t.d. sjaldan eða aldrei spilun á Bylgjunni, jafnvel þó þau njóti vinsælda á FM og Rás 2. Það er hluti af því að útvarpsstöðin hefur sett sér stefnu sem farið er eftir í einu og öllu. Það er hið besta mál, og tryggir að markhópnum svelgist ekki á molasopanum.
Öðru máli gegnir um Rás 2. Þar á bæ er mönnum frjálst að spila hvað sem þeir vilja, burtséð frá óskum hlustenda. Það er sérstaða Rásar 2 að þar getur maður átt von á að heyra lög sem aldrei heyrast á öðrum stöðvum og þar getur maður einnig átt von á því að heyra Álftagerðisbræður strax á eftir Iron Maiden! Oft er þessi sérstaða stöðvarinnar sjarmerandi, en oftast finnst mér hún reyndar til vansa - aðallega vegna þess að ég virðist ekki hafa sama smekk og Popplandsmenn. Smekk manna er að sjálfsögðu ekki hægt að rökræða af neinu viti þannig að þessi skoðun mín hefur því lítið gildi í sjálfu sér. En í grunninn er ég altént dálítið hrifinn af því að það sé til útvarpsstöð sem spilar hitt og þetta og fylgir engri sjáanlegri stefnu. Það getur verið ágætis tilbreyting.
En þessi sérstaða Rásar 2 gerir það að verkum að spilunarlistar þaðan ættaðir segja kannski engin ósköp um vinsældir þeirra laga sem á þá rata. Það er hygg ég ekki hringt inn í hrönnum til að biðja Popplandsmenn að spila B-hliðar lög með Neil Young, en þau eru samt talsvert spiluð vegna þess að fáir ef nokkrir tónlistarmenn eru í meiri metum stjórnenda Popplandsins en einmitt sá annars ágæti Kanadamaður. Eins veit ég mýmörg dæmi um íslensk lög sem notið hafa mikilla vinsælda á Bylgjunni og FM en hafa ekki fengið spilun á Rás 2, eingöngu vegna geðþóttaákvarðana Popplandsmanna. Sem dæmi um slíkt misræmi í áherslum milli stöðva get ég nefnt að lagið Á þig, sem mín ágæta hljómsveit gaf út sumarið 1998, var eitt vinsælasta lag sumarsins á FM og Bylgjunni ( m.a. spilað oftar á Bylgjunni en hið geysivinsæla Farin með Skítamóral) en það var einungis spilað tvisvar sinnum á Rás 2! Þetta tiltekna lag hefur tvisvar síðan notið mikilla vinsælda á Bylgjunni og FM, í rólegri, órafmagnaðri útgáfu, en aldrei fengið viðlíka viðtökur á Rás 2. Þessi litla spilun Rásar 2 á laginu var einvörðungu tilkomin vegna óvildar eins af virtustu dagskrárgerðarmönnum stöðvarinnar í okkar garð.
Ég tek það fram að langt er um liðið og löngu gróið um heilt okkar á milli. Lög okkar fá nú um stundir ágæta spilun á Rás 2 og við höfum ekki yfir neinu að kvarta, t.a.m. áttum við mest spilaða lagið á Rás 2 á síðasta ári. En þetta dæmi, og fleiri sem ég gæti nefnt, sýna það að spilun á Rás 2 þarf ekkert endilega að vera í takt við vinsældir. Rás 2 lýtur einfaldlega öðrum lögmálum en hinar stöðvarnar, og ekkert nema gott um það að segja í sjálfu sér.
Spilunarlistar á borð við lagalista FHF eru þessvegna ekki óbrigðul mælitæki á vinsældir, en gefa þó ákveðnar vísbendingar. T.d. þykist ég vita að til að toppa þann lista þurfi lag að vera í nokkuð góðri spilun á öllum stærstu stöðvunum, en geðþóttaákvarðanir geta gert það að verkum að önnur lög, sem kannski eiga í raun meira upp á pallborðið hjá þjóðinni en topplagið sjálft, ná ekki þeim hæðum sem samræmast raunverulegum vinsældum.
Hvað er þá eftir til að mæla? Aðsókn á tónleika og dansleiki hlýtur að vera vísbending, en erfitt getur verið að mæla slíkt. Ef þú átt góðan vin á blaði er allt eins víst að hægt sé að fá hann til að birta vel heppnaða hópmynd af þeim fáu sem mættu og skrifa frétt um að fjölmargir áhorfendur hafi skemmt sér konunglega. Slíkt umtal er alltaf gott. Tónlistarmenn eru líka andskotanum lygnari þegar þeir eru spurðir um aðsókn. Ég man t.d. eftir einni hljómsveit sem var talsvert í sviðsljósinu fyrir nokkrum árum, en meðlimir hennar fullyrtu kinnroðalaust í hvert skipti sem þeir voru spurðir um aðsókn að það hefði verið uppselt!
Þeir sem lifa og hrærast í tónlistarheiminum vita oftast nokkurnveginn hvernig aðsóknin er hjá keppinautunum en þær upplýsingar liggja hvergi frammi, og berast aldrei til almennings. Ef ég myndi t.d. ljúga því í viðtali að við hefðum fyllt einhverja íþróttahöllina úti á landi þá er ótrúlegt að einhver keppinauturinn sendi frá sér leiðréttingu á þeim rangfærslum. Vitandi það stunda sumir þennan hvimleiða leik, og grandvaralausir fjölmiðlamenn grípa blöðruna á lofti og halda áfram að blása hana upp.
Aðsóknartölur eru sem sagt heldur ónákvæmt mælitæki líka. Allavega er nákvæmni upplýsinga ekki alltaf eins og best verður á kosið. Þá dettur mér ekki mikið meira í hug sem er raunverulega mælanlegt. Einhverjar hugmyndir?
Ef hljómsveit á góða vini sem vinna á fjölmiðlum, tala nú ekki um ef meðlimir sveitarinnar eru sjálfir blaða- eða útvarpsmenn, þá má koma ansi miklu fjölmiðlahafaríi af stað. Margir þeirra tónlistarmanna sem lesa má um á síðum blaðanna og heyrast mærðir í hvívetna í Popplandi hafa lítið unnið sér til frægðar annað en að eiga vini á réttum stöðum. Með endurtekinni umfjöllun um meintar vinsældir viðkomandi rís frægðarsólin hægt og sígandi. En innistæðan er lítil og baklandið ekkert þannig að raunverulegar, áþreifanlegar vinsældir láta oftar en ekki á sér standa. Það selst ekki upp á tónleika þessara sveita, sé vettvangurinn stærri en sem nemur litlu kaffihúsi í 101, og plöturnar seljast ekki í bílförmum. Þrátt fyrir það heldur umtalið áfram, enda gefast félagarnir ekki upp.
Ég vil taka það skýrt fram áður en enn lengra er haldið að þessi skrif mín hafa ekkert með mína hljómsveit að gera. Við erum ekki með í jólaplötuslagnum, og sækjumst ekki sérstaklega eftir því að vera upphafnir í innihaldsrýrum viðtölum eða blaðagreinum. Okkur gengur ljómandi vel. Þannig hefur það verið lengi, aðsókn á böllin yfirleitt góð og síðustu 4 plötur seldar í gull. Það er ekki yfir neinu að kvarta. Það káfar ekkert upp á okkur þó einhverjar hljómsveitir segist vera á barmi heimsfrægðar eða vinsælastar á landinu o.s.frv. Þá eru þær bara í því - þar til blaðran springur .
En það breytir því ekki að mér persónulega leiðist orðið dálítið þessi uppivöðslusemi og eilífar tilraunir til að upphefja eitthvað sem ekki er innistæða fyrir. Tala nú ekki um þegar tónlistarmenn tapa sér í því að upphefja sjálfa sig. Gott dæmi um það er ítarleg grein sem Atli Bollason hljómborðsleikari Sprengjuhallarinnar og tónlistarskríbent á Morgunblaðinu (!) ritar í Lesbók blaðsins s.l. laugardag. Þar greinir hann frá því í löngu máli hvernig frægðarsól Sigur-rósar og fleiri hljómsveita hefur hnigið og vikið fyrir nýrri, ferskari og gáfaðri kynslóð - með Sprengjuhöllina í broddi fylkingar! Máli sínu til stuðnings tínir hann til ýmis falleg ummæli sem birst hafa á prenti um hljómsveitina .
Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti Sprengjuhöllinni sem slíkri, hef enda enga sérstaka skoðun á því bandi, en mér blöskrar hve langt umræddur Atli gengur í að upphefja sína eigin hljómsveit. Það finnst mér í besta falli óviðeigandi. Ég hvet alla til að skoða þessa grein vel og vandlega. Hún er ágætlega skrifuð, en ekki síst til vitnis um svo ótalmargt - misgott.
Tilgangurinn með þessum langhundi mínum, sem ég bið þá sem hafa af þrautsegju lesið alla leið hingað niður hér með afsökunar á, er þegar öllu er á botninn hvolft kannski einmitt ekki annar en sá að biðja fólk að temja sér gagnrýna hugsun. Ekki kokgleypa það sem sagt er á síðum blaða eða í útvarps- og sjónvarpsþáttum. Ekki láta fjölmiðlamenn segja hvað sé í lagi að kaupa og hvað ekki. Hvað sé inn og hvað út. Í aðdraganda jólaplötuflóðsins held ég að það sé þörf áminning.
Tónlist | 14.11.2007 | 00:07 (breytt 5.7.2008 kl. 23:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í vikunni heyrði ég þemalag Ljósanætur í Reykjanesbæ, eftir Jóhann Helgason sem á að mínu mati mörg af betri dægurlögum íslenskum, t.d. lagið Söknuð sem Jóhann hefur nú kært einhvern meðalhressan norðmann fyrir að hafa stolið frá sér og skýrt You raise me up. Norsarinn kom af fjöllum, enda stal hann írska þjóðlaginu Oh Danny boy við gerð upprisusöngsins, og virtist sloppinn fyrir horn með það þegar Mr. Helgason frá Íslandi birtist með brjálæðisglampa í bláhvítum augunum og heimtaði pening, eða fé eins og slíkt er nefnt í Keflavík (sem í dag er bara hverfi í Reykjanesbæ Jóhann ).
Ljósanæturlagið er nú ekki það besta sem ég hef heyrt frá Jóhanni, enda garðurinn heldur hár, en það sem sló mig dálítið óþægilega við fyrstu hlustun var hvað lagið er merkilega líkt laginu Stúlkan mín sem Deildarbungubræður kyrjuðu fyrir u.þ.b. 30 árum og Skítamóralsmenn endurgerðu fyrir 10 árum. Það er að vísu í annarri tóntegund, en versin eru sláandi lík. Mér finnst í það minnsta meiri skyldleiki með þessum tveimur lögum en með Söknuði og You raise me up .
Ég er alls ekki að væna Jóhann um þjófnað, heldur aðeins að benda á að óhöpp eins og þetta geta hent bestu menn. Meira að segja afburða lagahöfunda eins og Jóhann Helgason.
Ef ég nennti að spá í hvernig maður setur inn tónlistarspilara á síðuna þá gæti ég leyft ykkur að heyra tóndæmi, kannski einhver góðviljaður bloggvinur kenni mér að gera það.
Tónlist | 31.8.2007 | 16:00 (breytt 6.7.2008 kl. 00:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í stórtónleikunum á Miklatúni á menningarnótt. Veðrið var frábært, allur aðbúnaður hinn ágætasti og stemmningin góð.
Eftir að við höfðum lokið leik færðum við okkur fram fyrir sviðið og horfðum á Megas og Mannakorn. Það var virkilega gaman að sjá Megas með þetta frábæra band með sér og ekki síður skemmtilegt að sjá Mannakorn. Magnús Eiríksson hefur lengi verið einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum, fer t.d. langt með að vera uppáhaldssöngvarinn minn . Og engir aukvisar með honum, hin elskulega Ellen Kristjánsdóttir og svo meistari Pálmi sem er nú hreint ekki slæmur söngvari, og ekki síst frábær bassaleikari.
Þegar tónleikunum lauk röltum við svo niður á Hafnarbakka til að fylgjast með flugeldasýningunni og að henni lokinni hófum við leik á Gauk á Stöng, en þar spiluðum við fyrir fullu húsi fram eftir nóttu.
Takk fyrir mig .
Tónlist | 20.8.2007 | 13:23 (breytt 6.7.2008 kl. 00:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig vinsældir eru mældar, sérstaklega þegar kemur að tónlistarmönnum og hljómsveitum. Oft hefur vart verið þverfótað á síðum blaða fyrir einhverjum ægilega frægum listamönnum sem eru að gera það hrikalega gott, ekki einasta hérlendis heldur og úti í hinum stóra heimi. Þegar frá líða stundir, og vinir viðkomandi eru hættir að skrifa í blöðin, sést síðan oftar en ekki að innistæðan fyrir meintum vinsældum var harla lítil.
Sumir eru einfaldlega afar góðir í að blása upp blöðrur. Meira um það síðar.
Tónlist | 20.8.2007 | 13:13 (breytt 6.7.2008 kl. 00:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar