Færsluflokkur: Ferðalög

Danmörk enn og aftur

Þá er maður enn og aftur í Danmörku. Við strákarnir erum við upptökur í Lundgaard studios á Jótlandi og erum í óða önn að taka upp efni á nýja plötu. Á bloggsíðunni okkar www.amotisol.blog.is er hægt að fylgjast með upptökuferlinu.

Íslensk flugfélög

Áður en Iceland Express kom til skjalanna hafði ég ekki farið oft til útlanda. Ástæðan var fyrst og fremst sú að hér var einungis eitt flugfélag, Icelandair, og það var rándýrt að ferðast með því. Nokkur flugfélög höfðu reynt að koma inn á íslenska flugmarkaðinn en Icelandair tókst iðulega að flæma þau héðan jafnharðan, oft með aðstoð íslenskra stjórnvalda. Mér finnst rétt að rifja þetta upp, ef þið skylduð vera búin að gleyma hvernig ástandið var hér fyrir ekki svo mörgum árum síðan.

Með tilkomu Iceland Express hef ég ferðast talsvert til útlanda, ekki bara með Express heldur líka með Icelandair - sem, viti menn, hefur lækkað verðið hjá sér umtalsvert til að standast samkeppnina.

Ég hef reynt að beina viðskiptum mínum til Express, frekar en Icelandair, vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að samkeppni á flugmarkaði sé bráðnauðsynleg. Það er alveg klárt hvað gerist ef Iceland Express hrökklast upp af. Sagan segir okkur hvernig Icelandair fer með einokunarvald sitt.

Í gegnum tíðina hef ég heyrt af fólki sem hefur lent í hremmingum hjá Express, heillangar tafir o.þ.h., en ég hafði aldrei lent í neinu þar til síðastliðið haust þegar hljómsveitin þurfti að bíða í 9 klukkutíma eftir flugi til London og missti þar af leiðandi af tónleikum með Prince! Eftir þá ömurlegu lífsreynslu tók ég mig til og bókaði tvær næstu flugferðir með Icelandair, hugsaði með mér að ef ég þyrfti að komast eitthvað á einhverjum ákveðnum degi yrði ég að láta mig hafa það að fljúga með gamla einokunarbatteríinu.

Vissulega hef ég komist á áfangastað á tiltölulega skikkanlegum tíma, en þó verð ég að segja að þessar tvær flugferðir sem ég hef farið með Icelandair minntu mig óþægilega á gamla tímann: Standard 30-60 mín. seinkun, að því er virðist út af eintómum slóðaskap og hroka, alltof þröngt milli sæta, sætin sjálf slitin og löskuð (sum m.a.s. brotin), vondur matur, dl. af kóki (sem félagið hreykir sér af því að bjóða farþegum uppá), endalausar Icelandair auglýsingar í sjónvarpinu o.s.frv......

Iceland Express kom inn á markaðinn sem lággjaldaflugfélag og allt í kringum félagið er með svipuðum hætti og er hjá slíkum félögum. Nema verðið, enda er félagið nú hætt að kalla sig lággjalda Wink. Icelandair er hinsvegar endalaust að reyna að hefja sig upp til skýjanna sem eitthvað úrvalsflugfélag sem standist samanburð við þau bestu í heimi! Það er langur vegur þar frá.

Ef maður ber saman helstu atriði milli Icelandair og Iceland Express þá er ekki ýkja mikill munur á félögunum.

Stundvísi: Ég myndi segja að Icelandair hafi vinninginn þegar kemur að þessu. Mér hefur reyndar verið sagt af býsna fróðum manni að þegar allt sé talið hafi Iceland Express vinninginn þar sem félagið standist miklu oftar áætlun en Icelandair, sem sé endalaust með hátt í klukkustundartafir - m.a vegna þess að þeir stundi það grimmt að yfirbóka vélar. Sem er alþekkt meðal lággjaldafélaga. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en það passar þó alveg við mína reynslu. Ég hef held ég aldrei verið í Icelandair flugi sem hefur verið á áætlun! 

Þægindi: Iceland Express hefur yfir tveimur gerðum flugvéla að ráða, annars vegar Boeing 737 og hinsvegar MD-90. Icelandair er aðallega með Boeing 757. Ekki veit ég hvaða vélar eru bestar af þessum, en það er þó staðreynd að fótaplássið er meira í vélum Express. MD-90 vélar Express eru líka frekar þægilegar að því leyti að önnur sætaröðin er einungis tveggja manna - gott í rómantiskum helgarferðum t.d. Heart.

Í vélum Express er líka minna áreiti. T.d. er maður laus við að Þórunn Lárusdóttir messi yfir manni í allt of löngu máli hvað Icelandair sé æðislegt flugfélag og maður er lika laus við alla hina "upphafningarpistlana" sem er þrumað í afþreyingarkerfið, án þess að maður geti nokkra björg sér veitt. 

Matur: Icelandair er reyndar hætt að sýna í afþreyingarkerfinu myndir úr flugeldhúsinu þar sem meistarakokkar flambera dýrindis steikurSmile, en félagið hreykir sér þó enn af því að bjóða farþegum upp á mat og drykk. Ég hef fengið ágætan flugvélamat hjá félaginu, einu sinni eða tvisvar, en oftar en ekki er "dýrðin" ekki beysin; soðin skinka í bland við soðinn kjúkling. Fyrir mitt leyti vildi ég frekar borga minna og hafa frekar val um að kaupa mér mat í vélinni. Það val hefur maður hjá Express, en hvort maður borgar minna fyrir miðann skal ég ekki segja. Það er a.m.k. hreint ekki alltaf ódýrara að ferðast með Express.

Hvað drykkina varðar þá hef ég ekkert við 1 dl. af gosi að gera, eins og Icelandair býður af heimsfrægu örlæti sínu. Finnst alveg á mörkunum að hægt sé að tala um fría drykki þegar magnið er rétt botnfylli í plastglasi. Aukinheldur verða freyjurnar yfirleitt pirraðar þegar ég spyr hvort ég megi ekki heldur kaupa af þeim eins og eina kók! 

Afþreying: Icelandair hefur auglýst það grimmt að nýtt afþreyingarkerfi verði von bráðar tekið í notkun. Á vormánuðum lét félagið m.a.s. í veðri vaka að þær framkvæmdir væru á undan áætlun og kerfið væri nú þegar komið í allnokkrar vélar. Staðreyndin er sú að kerfið er komið í þrjár vélar!

Ég flaug síðast með Icelandair fyrir nokkrum dögum og þá var boðið upp á Icelandair auglýsingar sem ekki er hægt að slökkva á í sjónvörpunum og handónýta unglingamynd. Græjurnar sem maður á að geta hlustað á óhemju úrval tónlistar í buðu að mestu upp á skruðninga, ekki bara hjá mér heldur einnig flestum farþegunum í kringum mig a.m.k. Sæti framarlega í vélinni var mölbrotið og ég sat í sæti með brotnu baki. Þegar ég kvartaði yfir því var mér tjáð að ekkert væri hægt að gera því vélin væri full. Tek það þó fram að freyjan var hin elskulegasta.

Afþreyingin í vélum Express hefur hingað til ekki verið nein, en á móti kemur að maður hefur haft heldur meiri frið en hjá Icelandair. Því hefur heldur ekki verið logið að manni að maður sé í einhverri afþreyingarparadísWink.  Auðvitað sleppur maður samt ekki við að flugmaðurinn segi manni hvert við séum að fljúga og í hvaða hæð við erum o.s.frv. Hverjum er ekki drullusama?

Fyrir c.a. mánuði tók Iceland Express síðan í notkun ferðafélagann svokallaða, en það er lítið tæki sem maður getur leigt um borð. Í ferðafélaganum er hægt að spila leiki, horfa á myndir og hlusta á tónlist. Ég hef ekki séð gripinn en ég veit að dönsku þættirnir Klovn eru m.a. í boði og það er nú ekki leiðinleg afþreying! 

Áfangastaðir: Hér hallar aðeins á Express af tveimur ástæðum, London og Frankfurt. Stansted flugvöllur er ekki í London og Hahn er ekki í Frankfurt. Ekki frekar en Keflavík er í Reykjavík svosem Wink. Icelandair lendir á Heathrow, sem er í London, og á Frankfurt flugvelli. Sem er jú í Frankfurt. Að vísu ætlar Express að fara að að fljúga til Gatwick í haust, sem er talsvert betri kostur en Stansted.

Það er ljóst af þessari upptalningu minni að ég hef heldur litlar mætur á Icelandair. Ég held að það sé kannski fyrst og fremst vegna þess að félagið er alltaf að rembast við að vera eitthvað annað en það er. Þegar grannt er skoðað er félagið nefnilega ekkert annað en lággjaldaflugfélag sem er hunddýrt að ferðast með. Rétt eins og Iceland Express.


Danmörk enn og aftur

Á morgun höldum við í Á móti sól (alltaf skrýtið að segja í á) af stað til Danmerkur þar sem við munum leika á hestamannaballi í Rönde, í nágrenni Árósa. www.gangartscup.dk

Það er mikil stemmning fyrir þessu balli, uppselt í hópferð frá Íslandi og öll íslendingafélögin á Jótlandi og Fjóni búin að skipuleggja sætaferðir, þannig að við hlökkum reglulega til.


Afmæli

Ég er kominn heim frá Barcelona - árinu eldri. Raunar svo gamall að mér vitrari (og ókurteisari jafnvel) menn segja mér að ég sé orðinn gamalmenni - farinn að sjá yfir böltann eins og þeir segja í Skaftafellssýslunni.

Hvað um það. Á slíkum tímamótum skilst mér að venja sé að líta til baka og þakka fyrir allt það góða sem hefur hent mann á lífsleiðinni. Það hef ég gert, takk fyrir mig. Taki það til sín sem eiga Smile.

Að þessari upprifjun minni lokinni ákvað ég að hafa daginn í dag eftir mínu höfði í einu og öllu. Sem gamalmenni sem ólst upp á eitís tímabilinu geri ég ráð fyrir að dagurinn verði c.a. svona:

Fyrst mun ég reyna við töfrateninginn. Ég náði aldrei tökum á honum í þá daga, þó ég hafi einu sinni álpast til að koma honum saman, og ég á svosem ekki von á því að það gangi betur í þetta sinn.  

Rubiks_Cube

Meðan ég reyni við teninginn mun ég hlusta á bæði lögin með Limahl limahl15 

og jafnvel eitthvað með Cindy Lauper CindyLauper 

og Stephen Tintin Duffy tintin

Eftir nokkrar árangurslausar

tilraunir fæ ég mér Soda-stream sodastream

eða RC-kóla rccola_big 

og læt þreytuna líða úr fótunum í Clariol undratækinufótanuddtækið

Í kvöld horfi ég svo á video panasonic_nv8600b

 

t.d. Romancing the stoneromancing

eða fyrstu 128 þættina af Dallas dallas_bobby_pam_

Fyrir svefninn tek ég síðan einn Pac-man pacman kemst vonandi í bananaborðið!

Í nótt mun ég svo væntanlega vakna til að pissa............... 


Århus

Ég kom í fyrsta skipti til Århus um helgina, en þar vorum við ÁMS menn að spila á Íslendingagleði í Folkedansens hus, hvorki meira né minna. Ég var alveg heillaður af borginni, eða í það minnsta því litla sem ég sá af henni. Miðbærinn er allavega afskaplega fallegur og snyrtilegur, og fólkið vingjarnlegt.

Annars má segja að lukkan hafi leikið við okkur því við flugum út á föstudagsmorgun og komum heim í gærkvöldi, þannig að við misstum af óveðrinu sem geysaði hér um helgina. Að vísu lék lukkan ekki alveg jafnt við okkur alla því Magni var veðurtepptur norður á Akureyri og náði ekki morgunvélinni á föstudeginum, en hann komst á endanumCool.


Svíar eru skrýtnir kallar

Ég hef oft furðað mig á því hvað svíar eru leiðinlega akkurat. Eða bara leiðinlegir. Líklega leiddi ég fyrst hugann að því þegar hinn sænski umsjónarmaður farfuglaheimilisins í Gautaborg neitaði mér og tveimur félögum mínum um næturgistingu, á þeim forsendum að hann gæti alls ekki tekið við gestum eftir lokun. Klukkan var 22.02 og heimilið lokaði kl. 22.00!

Þetta var árið 1987 og við vorum hvorki veraldarvanir né fjáðir þannig að hótel eða gistihús var einhvernveginn ekkert inni í myndinni, og því brugðum við á það ráð að reyna að láta nóttina líða einhvernveginn. Meðal staða sem við heimsóttum undir morgun, þegar búið var að loka bíóhúsunum og diskótekunum, var heljarstór strípibúlla sem var opin fram eftir öllu. Þar réð hin sænska nákvæmni einnig ríkjum. Strípidísin háttaði sig samviskusamlega á heila og hálfa tímanum, á heila tímanum stóð hún eftir á nærunum einum fata en á hálfa tímanum hélt hún brjóstahaldaranum líka! Milli strípistunda afgreiddi hún svo óáfengan Pripps á barnum.  Afskaplega óspennandi prógramm - verulega sænskt.

8 árum síðar kom ég aftur til Svíþjóðar, þá með bekknum mínum í Garðyrkjuskólanum sem var sendur í þriggja vikna námsferð til Hvilan Trädgårdskole, rétt hjá Malmö. Og það var ekki að sjá að svíarnir hefðu neitt slakað á nákvæmniskröfunum síðan ég sá þá síðast Wink. Hópurinn fór tvisvar eða þrisvar yfir sundið til Köben og í þá daga var engin Eyrarsundsbrú komin þannig að það þurfti að taka ferju. Sem var í sjálfu sér ekkert vandamál því siglingin tók ekki nema 40-50 mín. minnir mig, og fjölmargar ferjur í boði þannig að það var alltaf pláss. En ég lýg því ekki að allar þessar ferjur, ábyggilega hátt í 10 stk., fylgdu nákvæmlega sömu áætlun! Hver ein og einasta! Þær sigldu yfir sundið á heila tímanum, líklega á tveggja tíma fresti, þannig að ef þú misstir af einum bát þá þurftirðu bara að gjöra svo vel að bíða eftir að tíu báta strollan kæmi til baka! Við misstum náttúrlega aldrei af bátnum, en okkur fannst þetta engu að síður í meira lagi undarlegt fyrirkomulag.

Mér finnst norðmenn líka skrýtnir, eins og oft hefur komið fram í skrifum mínum, en ég ætla ekki að fjölyrða frekar um þá að sinni. Mér finnst samt rétt að nefna þá því að kveikjan að þessum skrifum mínum var sú að ég var rétt í þessu að furða mig á undarlegum flugfargjöldum hjá SAS-flugfélaginu og ég er aldrei viss um hvort það er sænskt eða norskt. Kannski er það m.a.s. danskt, hvað veit ég? Það hlýtur samt eiginlega að vera sænskt því ódýrustu sætin eru sérstaklega merkt. Allavega sat ég undir risastóru skilti sem á stóð ódýrustu sætin, þegar ég fór með SAS til Stokkhólms í sumarWink. Ég held að engum nema svíum geti dottið þvílík leiðindi í hug.  

En semsagt, talandi um SAS, þá erum við fjölskyldan að skoða hvert við getum farið í sumar og meðal þess sem hefur verið skoðað er Svíþjóð og Noregur. Og það er svo undarlegt að það er u.þ.b. helmingi ódýrara að fljúga til Stokkhólms með viðkomu í Osló, en að fljúga bara til Osló Shocking. Semsagt ef þú ferð ekki frá borði í Osló, bíður bara rólegur eftir að ríka liðið komi sér útWink, og heldur síðan áfram með vélinni sem leið liggur til Stokkhólms þá borgarðu helmingi minna!

Ég held að maður verði hreinlega að vera svíi eða norðmaður til að fatta upp á svona þvælu.   


Samkeppni í flugi?

Gaman að segja frá því að lággjaldaflugfélagið German wings ætlar að byrja að fljúga frá Reykjavík til Kölnar í vor Smile. Ég var að skoða síðuna þeirra í gær og það var nú ekki hægt að fá nein fáránlega ódýr flugsæti, en samt slatta af sætum á innan við 20 þúsund kall a.m.k. Við í áms flugum með þeim frá London til Hamborgar í haust og það var ekkert að því, ekki númeruð sæti reyndar en það er bara fyndið. Það er margt verra en þetta flugfélag, til hamingju Ísland Wizard

Nú vantar bara Easy Jet eða Ryanair. Koma svo!


Hné og olnbogar

Fyrr í vikunni vöktu hin annars ágætu íslensku flugfélög athygli mína, enn eina ferðina. Flugleiðir auglýstu sértilboð á flugsætum til og frá ýmsum áfangastöðum sínum, aðeins 9900 krónur með sköttum aðra leið, og Iceland Express svaraði að bragði með auglýsingu sem var eitthvað á þessa leið: Við getum því miður ekki boðið 9900 kr. sértilboð á flugsætum, en bendum á að 7995 er okkar lægsta venjulega verð, aðra leið með sköttum!  Mér fannst þetta svosem ágætt hjá þeim enda er ég mjög hlynntur samkeppni í flugi, og tek oftar en ekki afstöðu með Iceland Express sem hafa að mínu viti gert mjög góða hluti fyrir íslenska neytendur á sínum tiltölulega stutta líftíma.

Til að kanna hvað væri verið að bjóða skellti ég mér á veraldarvefinn, hafði reyndar nýverið pantað mér ferð sem ég segi örugglega frá síðar, en ég ákvað að gamni mínu að athuga hvað það kostaði mig að fara í helgarferð til London, bæði hjá Iceland Express og Icelandair. Ég tékkaði á öllum helgum í nóvember og desember, flogið út annað hvort á fimmtudegi eða föstudegi og komið heim á sunnudegi, og það kom í ljós að í nær öllum tilvikum var hagstæðara að fljúga með Icelandair! Tek það hinsvegar fram að það var hunddýrt hjá báðum, yfirleitt milli 30 og 40 þús. á manninn, og stundum ennþá meira!

Ég hef margoft flogið með Iceland Express, og yfirleitt alltaf verið mjög ánægður. Ég hef oftast nær pantað með góðum fyrirvara, eða keypt miðana á útsölu þannig að ég hef fengið þá á góðu verði. Það er þægilegt að fljúga með félaginu og lítið yfir því að kvarta, fyrir utan leiðindaatvik um daginn sem ég hef sagt frá Angry, en ef félagið ætlar að berja sér á brjóst og státa sig með heilsíðuauglýsingum af betra verði en keppinauturinn er þá ekki allt í lagi að hafa eitthvað að bjóða?   

Ég tek það fram, svo allrar sanngirni sé gætt, að ef flogið er út á þriðjudegi og komið heim á miðvikudegi er yfirleitt hægt að gera mjög góð kaup hjá express, og reyndar ágæt hjá Flugleiðum líka! Það er samt svona svipað og félagi minn lýsti  klámmyndunum á Sýn í gamla daga, ekkert nema hné og olnbogar Cool.  

 

 


Heimsreisa - Ferðasaga

Eins og ég minntist á í færslunni hér á undan fórum við félagarnir í Á móti sól í mini-heimsreisu um helgina. Til stóð að heimsækja 3 lönd á jafnmörgum dögum, spila á einum tónleikum og fara á aðra ,+ allt hitt (út að borða, versla o.s.frv...), þannig að dagskráin var nokkuð þéttskipuð. Svo ekki sé meira sagt. En illu heilli fór vel ígrunduð ferðaáætlunin í vaskinn á fyrsta degi Crying.

Við hófum leik á því að spila fyrir Árna vin okkar á Útlaganum, svokallað gjaldeyrisgigg, á fimmtudagskvöldið. Þegar því var lokið, um klukkan eitt eftir miðnótt, stóð til að leggjast til hvílu í hljómsveitarrútunni meðan hún bæri okkur ljúflega útá flugvöll. Einhver galsi var í mannskapnum þannig að hvílan var heldur minni en til stóð, og því voru menn ansi þreyttir þegar þeir skipuðu sér í innritunarröð Iceland Express uppúr klukkan 5 um morguninn. Eftir nokkra bið var röðin loks komin að okkur en þá fyrst byrjaði gamanið! Okkur var tilkynnt að vélin sem átti að bera okkur til London hefði bilað og því yrðum við að gjöra svo vel að bíða til klukkan 3 eftir hádegi. Þetta voru vægast sagt váleg tíðindi, enda sáum við fram á að hæpið yrði að ná Prince tónleikunum. Auk þess vorum við ansi óhressir með að fá ekkert að vita um þessa breytingu fyrr en við innritunarborðið.

Eftir að hafa reynt allar mögulegar leiðir til að bjarga málunum gáfumst við upp og fengum okkur herbergi á Hótel Keflavík, svona rétt til að ná einhverjum smá svefni fyrir flugið. Þar fengum við höfðinglegar móttökur, frábæran morgunverð og dýrindis herbergi - sem kom okkur í aðeins betra skap.

Flugið sem átti að fara kl. 15.00, fór síðan ekki í loftið fyrr en rúmlega 16 þannig að vonin um að ná tónleikunum var orðin ansi veik. Klukkan 19.42 að breskum tíma lentum við loks á Stansted og þá áttum við eftir að koma farangrinum í geymslu og koma okkur sjálfum á tónleikana, sem áttu að byrja milli kl. 20 og 21. Engin geymsla fannst fyrir farangurinn þannig að við urðum að gjöra svo vel að fara með hann niður á hótel áður en við fórum á tónleikana. Hótelið var við Marble Arch og tónleikarnir í North Greenwich þannig að það var alveg klárt að við myndum í mesta lagi ná uppklappinu. Við ákváðum samt að láta á það reyna og drifum okkur með miklum látum í lestina til North Greenwich, en þegar út úr henni kom mættum við glöðum tónleikagestum sem streymdu í þúsundum út úr höllinniAngry. Þá bölvuðum við Iceland Express - og það ekki í fyrsta skipti þennan daginn.

Heldur súrir fórum við heim á hótel, sem var bæ ðe wei 4 stjörnu lúxushótel við Oxford stræti sem við splæstum á okkur til að gera ferðina sem þægilegasta Angry, og fórum í háttinn. 

Í bítið morguninn eftir lá leiðin út á Gatwick flugvöll, þaðan sem við flugum til Hamborgar með German Wings flugfélaginu. Sú flugferð var ósköp notaleg. Eftir að hafa komið okkur fyrir í gestahúsinu á búgarðinum þar sem við áttum að skemmta um kvöldið drifum við okkur niður í bæ að skoða fjölbreytt mannlífið. Þetta er í annað skiptið sem hljómsveitin spilar í Hamborg og það er ekki hægt að segja annað en borgin sé stórskemmtileg. Miðbærinn er býsna fallegur og við höfum hitt á mjög góð veitingahús í bæði skiptin, sem er ótvíræður kostur Smile. Núna fengum við t.d. dýrindis steik á Block House, fyrir þá sem eru á höttunum eftir góðu steikhúsi í HamborgWink.  Síðan er náttúrlega skylda að kíkja niður í St.Pauli á slóðir bítla og hálfberra kvenna.

Síðast þegar við fórum skoðuðum við Reeperbahn og Herbertstrasse að nóttu til, og það er ævintýri út af fyrir sig, en nú háttaði þannig til hjá okkur að við ákváðum að kíkja þangað eftir hádegið, og það er engu minni upplifun! Allt öðru vísi reyndarWink. Dagvaktin á Herbertstrasse, þar sem konurnar standa í sýningargluggum og falbjóða sig, er t.d. klárlega ekki eins glæsileg og næturvaktin, það verður að segjast alveg eins og er. Nánar um það síðar, kannski Grin.  

Um kvöldið tókum við svo þátt í hátíðahöldum á búgarðinum, og enduðum kvöldið á að leika fyrir dansi í 3 tíma samfleytt! Það var alveg sama hvað borið var á borð fyrir þjóðverjana, þeir voru alltaf jafn kátir, þó sýnu kátastir þegar gamalt rokk var á boðstólum - AC/DC, Deep Purple o.s.frv...Cool.

Snemma morguninn eftir hélt svo ævintýrið áfram. Við pöntuðum 2 leigubíla sem áttu að flytja okkur á lestarstöðina en þýzka skipulagið brást illilega og einungis annar kom á réttum tíma. Hinn kom alls ekki. Þá var ekki um annað að ræða en að panta annan og biðja hann að keyra eins og vindurinn á lestarstöðina. En sá var nú ekki að flýta sér, hafði enda meiri áhyggjur af því að farangurinn myndi skemma Mercedesinn en að strákarnir væru að missa af lestinni. Svo fór að hann kom 5 mín. of seint og því urðu 3 okkar að bíða í 2 tíma eftir næstu lest. Frekar súrt.

Í Köben var allt lokað eins og oftast nær á sunnudögum og því fórum við yfir til Malmö að versla, það sem til stóð að gera í LondonWink. Eftir vel heppnaða verslunarferð í H&M, Stadium og fleiri góðum stöðum smelltum við okkur aftur yfir Eyrarsundið og fórum í kvöldmat á yndlings ressanum okkar, Italiano við Fiolstræde. Það klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og var ágætis endir á skemmtilegri, en misjafnlega heppnaðri ferð.

Við vorum ansi fúlir út í Express á föstudaginn, eðlilega. Ég hef sjálfur haft miklar mætur á félaginu, hef flogið oft með því og aldrei áður lent í vandræðum. En þetta var aðeins of mikið, og hrikalega fúlt svo maður tali mannamál. Eftir því sem dagarnir líða hefur mér þó runnið reiðin að mestu, enda geta allir lent í vandræðum. Mér finnst ég samt hafa heyrt ansi mörg dæmi um vesen hjá Express undanfarið. Vonandi ná þeir að vinna sig útúr þeim vandræðum. Og þó það sé vissulega þannig að maður hafi aldrei lent í viðlíka töf hjá Icelandair þá er það nú samt svo að þar á bæ er iðulega einhver smá seinkun, a.m.k. er það mín reynsla. Ég man varla eftir því að hafa verið í flugi með Icelandair sem var á áætlun! Iðulega 45-60 mínútna seinkun, og stundum að því er virðist algjörlega að ástæðulausu. Mér er t.d. minnisstætt þegar ég fór til Glasgow í fyrrahaust þegar áhöfnin mætti ekki um borð fyrr en rúmum hálftíma eftir áætlaða brottför! Það er alveg spurning hvort það er ekki bara betra að vera einu sinni alltof seinn heldur en alltaf aðeins of seinn? Dæmi hver fyrir sig Smile.

 

 

 

 


Heimsreisa!

Við félagarnir í Á móti sól erum að leggja upp í mini-heimsreisu nú um helgina. Við hefjum leik annað kvöld, fimmtudagskvöld, hjá Árna vini okkar á Útlaganum á Flúðum en það er orðinn árviss viðburður að við komum fram á þeim skemmtilega stað. Við hefjum leik þar um kl. 22.00 og spilum eitthvað fram yfir miðnættið, líklega til 1. Að því loknu stígum við uppí rútu sem flytur okkur til Keflavíkur, eða Sandgerðis raunar, í flugstöð Leifs heitins en þaðan förum við snemma á föstudagsmorgun til London.

Í London er á stefnuskránni að sjá Prince á tónleikum, en hann er einmitt að klára svakalega tónleikaröð í London á föstudagskvöldið. Held að hann sé búinn að spila á 30-40 tónleikum þar í röð, síðan 1.ágúst. Það verður ekki leiðinlegt.

Á laugardaginn höldum við síðan til Hamborgar, þar sem ætlunin er að spila fyrir hestamenn af ýmsu þjóðerni, á stórum búgarði rétt fyrir utan borgina.

Á sunnudagsmorgun liggur leið okkar síðan til gömlu góðu Kaupmannahafnar, þaðan sem við fljúgum að endingu aftur heim Smile.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband