Hljómlistarfélag Hveragerðis er lítill tónlistarklúbbur sem við stofnuðum fyrir u.þ.b. ári síðan, nokkrir tónlistarmenn hér í bænum. Í stjórn félagsins sitja auk mín þeir Kristinn Harðarson, Páll Sveinsson, Sigurður Egilsson, Sævar Helgason og Sölvi Ragnarsson, en við erum allir formenn .
Einu lög félagsins eru á þá lund að enginn formaður þiggur laun fyrir vinnu sína, en hlutverk félagsins er fyrst og fremst að efla og styrkja tónlistarlíf í bæjarfélaginu, sem og að láta gott af sér leiða á sem flestan hátt.
Þeir viðburðir sem félagið kom að, eða stóð fyrir, á síðasta ári voru eftirfarandi: Minningartónleikar um Bergþóru Árnadóttur í tengslum við Blómstrandi daga, styrktartónleikar á Hótel Örk í október s.l., styrktartónleikar í Hveragerðiskirkju á aðventunni og svo að sjálfsögðu Sölvakvöldið.
Fyrir tónlistarflutninginn á Blómstrandi dögum fékk félagið greitt og eins varð í fyrsta sinn hagnaður af Sölvakvöldinu. Því fannst okkur rétt að drífa í að styrkja góð málefni. Við blésum af því tilefni til styrkjahátíðar í Listasafninu þar sem við buðum upp á rammíslenskar veitingar og fallegan söng Hverafuglanna, sem er kór eldri borgara hér í bæ, - og deildum út styrkjum.
Að þessu sinni voru það fjórir aðilar sem fengu styrki.
Hveragerðiskirkja fékk styrk að upphæð 200 þúsund krónur. Upphæðin rennur í sjóð sem kirkjan hefur yfir að ráða og ætlað er að hjálpa fólki í fjárhagskröggum. Nokkuð er um að fólk leiti til kirkjunnar eftir fjárhagslegri aðstoð og ekki ólíklegt að þörfin fyrir slíkt muni aukast enn frekar eftir því sem líður á þennan kreppuvetur.
Hljómsveitin Hitakútur fékk styrk að upphæð 100 þúsund krónur til að fjármagna upptökur á sinni fyrstu hljómplötu, en drengirnir eru einmitt að leggja lokahönd á gripinn þessa dagana.
Hljómsveitin Húrrígúrrí fékk styrk að upphæð 50.000 krónur til að fjármagna upptökur á eigin efni, en þeir eru að stíga sín fyrstu skref í þeim efnum á næstu vikum.
Þá fékk Grunnskólinn í Hveragerði afhentan DVD spilara af fullkomnustu gerð, ásamt tilheyrandi tengibúnaði. Formenn Hljómlistarfélagsins munu sjálfir sjá um að setja búnaðinn upp í sal skólans, en myndsýningarbúnaður skólans hefur nú um nokkurt skeið verið í ólagi.
Það er von okkar í Hljómlistarfélaginu að starfsemin verði áfram svo blómleg að við getum gert slíka styrkjaafhendingu að árlegum viðburði.
Takk fyrir okkur
Flokkur: Bloggar | 24.1.2009 | 02:18 (breytt kl. 02:21) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að lesa eitthvað svona jákvætt á þessum síðustu og verstu. Þetta er fábært hjá ykkur. Það mættu miklu víðar vera svona flottir formenn.......
Inga Lóa (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:29
Heimir Eyvindarson, 24.1.2009 kl. 09:52
Glæsilegt, til hamingju með það
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.1.2009 kl. 21:13
Vil enn og aftur þakka fyrir þetta kærlega.
Þetta er svo mikill heiður:)
Takk takk
Sigurjón (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:58
Húrra fyrir ykkur!!!
Kolla (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:29
Takk fyrir mig og mína.
Soffía Valdimarsdóttir, 25.1.2009 kl. 20:11
Sömuleiðis
Heimir Eyvindarson, 26.1.2009 kl. 01:19
Frábært framlag og nú er bara að horfa fram á við í átt að blómstrandi sumri og halda áfram að lyfta Hvergerðsku tónlistarlífi á æðra plan
btw. er hægt að fá einkaleyfi á orðinu Hvergerðskt þó það sé í óþjálli kantinum?
Sævar Logi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:51
Stórkostlegt framtak. Til hamingju með þetta Hvergerðingar, Sunnlendingar og aðrir landsmenn.
Mikið erum við Hvergerðingar heppin að eiga ykkur að!
Þið eigið allar þakkir skildar og haldið áfram á sömu braut.
Guðrún Hafsteins. (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 08:57
Takk
Heimir Eyvindarson, 28.1.2009 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.