Um miðjan ágúst ár hvert sendir Ikea frá sér glæsilegan bækling með upplýsingum um vörur sem á boðstólum eru í versluninni. Bæklingurinn er sendur inn á öll heimili í landinu og fólk eins og ég flettir honum spjalda á milli í von um að finna eitthvað sem passar í stofuna, eldhúsið o.s.frv. Oftar en ekki finnur maður eitthvað sem mann vantar og væri til í að eiga, enda vörurnar margar hverjar prýðisgóðar og yfirleitt á fínu verði.
Þegar búið er að vinna bug á valkvíða og ná sáttum milli hjóna um hvað skuli keypt er næsta skref að renna í Ikea og ná í herlegheitin. Þangað kemur maður inn fullur tilhlökkunar, enda búinn að velja sér flott dót á fínu verði, og eins og til að minna mann á að maður hafi valið skynsamlega hanga skilti út um allt með útskýringum á því hvernig Ikea fer að því að bjóða svona frábærar vörur á svo lágu verði. Maður fær húsgögn á hagstæðu verði af því að maður setur þau sjálfur saman, eldhúsinnréttingar á undirverði af því að laghentir og úrræðagóðir Svíarnir framleiða svo ógeðslega mikið af þeim og síðast en ekki síst fær maður 10 kjötbollur með sultu á spottprís af því að maður tekur sjálfur af borðinu eftir matinn (ég tek reyndar alltaf til eftir mig á KFC en það gildir einu, ég borga alltaf jafn andskoti mikið). Og maður les skiltin hugfanginn, og hamingjusamur yfir því að vera kominn á rétta staðinn.
En smátt og smátt fer nú glansinn af öllu saman. Að finna starfsmann er álíka erfitt og að réttlæta það að Sturla Böðvarsson sitji á þingi, og þegar hann loksins finnst hefur hann ekkert að segja nema að varan sé ekki til en komi eftir 3-4 vikur. Þannig gengur þetta koll af kolli: Eftir langa bið eftir starfsmanni í hverri deildinni á fætur annarri, sem allir fara með sama frasann, er maður kominn tómhentur á sjálfsafgreiðslubásana sem eru samkvæmt fjölmörgum sænsk-íslenskum skiltum ótrúlega sniðugir: Þar getur maður bara gripið vöruna sem mann vanhagar um, farið með hana á kassa, borgað með bros á vör og brunað heim að setja hana saman. Sem er n.b. hreint ekkert gaman.
En á sjálfafgreiðslubásunum er það sama uppi á teningnum, þar sést hvorki tangur né tetur af þessum ágætu vörum sem prýða litskreyttan bæklinginn og mann fer helst að gruna að maður sé orðinn þátttakandi í vel útpældum sænskum hrekk, bæklingurinn sé agnið sem allir bíti á og eftir þriggja til fjögurra tíma helför um risastórt húsnæðið muni Auddi Blö. þeirra Svía stökkva í fangið á manni og öskra tekinn! (tatt?). Ekki svo ólíkleg pæling, enda Svíar annálaðir húmoristar .
Ég slapp reyndar út úr þessari sænsku sýndarveröld án þess að Alfons Blonddahl öskraði á mig, en að sama skapi var ég algjörlega tómhentur. Ég hafði lagt af stað frá nýja húsinu mínu í Hveragerði um hádegi á sunnudegi í þeim tilgangi einum að kaupa 6 hluti í Ikea, sem ég hafði valið af kostgæfni í bæklingnum góða, en ekki einn einasti af þessum hlutum var til þegar á staðinn var komið! Það er ótrúlega vel heppnað grín. Til hamingju Svíadruslur, þarna lékuð þið laglega á mig.
Bloggar | 10.9.2007 | 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Svei mér þá ef maður fer ekki bara að verða bjartsýnn . Minnugur endurtekinna ófara undanfarin 17-18 ár átti ég allt eins von á því að við myndum tapa þessum leik, hversu oft hefur liðið enda ekki einmitt tapað þegar síst skyldi? En nú er öldin önnur á Anfield og stöðugleikinn sem maður hefur svo oft saknað virðist fundinn. Loksins (7-9-13).
Til hamingju .
![]() |
Liverpool í toppsætið eftir 6:0 sigur á Derby |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.9.2007 | 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
E-kort og Expressferðir bjóða upp á tilboðsferð til Berlínar í október. Flogið verður með Iceland Express og gist á Park Inn hótelinu í austurhlutanum. Ferðin kostar 48,900 á mann, og verðið miðast við að maður deili herbergi með öðrum. Innifalið í verði er auk flugs og gistingar gönguferð um borgina - líklega undir leiðsögn, það kemur þó ekkert fram um það.
Það vill til að ég hef flogið til Berlínar með express og gist á þessu sama hóteli. Hvort tveggja var alveg til fyrimyndar, en það kostaði hinsvegar alls ekki eins mikið og þessi svonefnda tilboðsferð. Tveggja manna herbergi á þessu hóteli kostar 7500 pr.nótt, það er 3,750 á mann. 3 nætur, eins og gert er ráð fyrir í tilboðinu, myndu þá kosta 11,250 á mann. Það segir mér að tilboðsverðið á fluginu sé tæpar 38,000 krónur. Það er ekki merkilegt tilboð, miðað við það að yfirleitt kostar flug til Berlínar og aftur heim 25-30 þús. Kannski gönguferðin sé svona helv. dýr?
Tilboð þýðir aftur hvað.....?
Ferðalög | 1.9.2007 | 09:09 (breytt 6.7.2008 kl. 00:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í vikunni heyrði ég þemalag Ljósanætur í Reykjanesbæ, eftir Jóhann Helgason sem á að mínu mati mörg af betri dægurlögum íslenskum, t.d. lagið Söknuð sem Jóhann hefur nú kært einhvern meðalhressan norðmann fyrir að hafa stolið frá sér og skýrt You raise me up. Norsarinn kom af fjöllum, enda stal hann írska þjóðlaginu Oh Danny boy við gerð upprisusöngsins, og virtist sloppinn fyrir horn með það þegar Mr. Helgason frá Íslandi birtist með brjálæðisglampa í bláhvítum augunum og heimtaði pening, eða fé eins og slíkt er nefnt í Keflavík (sem í dag er bara hverfi í Reykjanesbæ Jóhann ).
Ljósanæturlagið er nú ekki það besta sem ég hef heyrt frá Jóhanni, enda garðurinn heldur hár, en það sem sló mig dálítið óþægilega við fyrstu hlustun var hvað lagið er merkilega líkt laginu Stúlkan mín sem Deildarbungubræður kyrjuðu fyrir u.þ.b. 30 árum og Skítamóralsmenn endurgerðu fyrir 10 árum. Það er að vísu í annarri tóntegund, en versin eru sláandi lík. Mér finnst í það minnsta meiri skyldleiki með þessum tveimur lögum en með Söknuði og You raise me up .
Ég er alls ekki að væna Jóhann um þjófnað, heldur aðeins að benda á að óhöpp eins og þetta geta hent bestu menn. Meira að segja afburða lagahöfunda eins og Jóhann Helgason.
Ef ég nennti að spá í hvernig maður setur inn tónlistarspilara á síðuna þá gæti ég leyft ykkur að heyra tóndæmi, kannski einhver góðviljaður bloggvinur kenni mér að gera það.
Tónlist | 31.8.2007 | 16:00 (breytt 6.7.2008 kl. 00:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í stórtónleikunum á Miklatúni á menningarnótt. Veðrið var frábært, allur aðbúnaður hinn ágætasti og stemmningin góð.
Eftir að við höfðum lokið leik færðum við okkur fram fyrir sviðið og horfðum á Megas og Mannakorn. Það var virkilega gaman að sjá Megas með þetta frábæra band með sér og ekki síður skemmtilegt að sjá Mannakorn. Magnús Eiríksson hefur lengi verið einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum, fer t.d. langt með að vera uppáhaldssöngvarinn minn . Og engir aukvisar með honum, hin elskulega Ellen Kristjánsdóttir og svo meistari Pálmi sem er nú hreint ekki slæmur söngvari, og ekki síst frábær bassaleikari.
Þegar tónleikunum lauk röltum við svo niður á Hafnarbakka til að fylgjast með flugeldasýningunni og að henni lokinni hófum við leik á Gauk á Stöng, en þar spiluðum við fyrir fullu húsi fram eftir nóttu.
Takk fyrir mig .
Tónlist | 20.8.2007 | 13:23 (breytt 6.7.2008 kl. 00:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig vinsældir eru mældar, sérstaklega þegar kemur að tónlistarmönnum og hljómsveitum. Oft hefur vart verið þverfótað á síðum blaða fyrir einhverjum ægilega frægum listamönnum sem eru að gera það hrikalega gott, ekki einasta hérlendis heldur og úti í hinum stóra heimi. Þegar frá líða stundir, og vinir viðkomandi eru hættir að skrifa í blöðin, sést síðan oftar en ekki að innistæðan fyrir meintum vinsældum var harla lítil.
Sumir eru einfaldlega afar góðir í að blása upp blöðrur. Meira um það síðar.
Tónlist | 20.8.2007 | 13:13 (breytt 6.7.2008 kl. 00:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í þá gömlu góðu daga þegar Gjáin var aðal skemmtistaðurinn á Suðurlandi, sem er reyndar ekki svo ægilega langt síðan , var heldur líflegra skemmtanalíf á Selfossi en nú um stundir. Svo ekki sé fastar að orði kveðið. Auk Gjárinnar, sem var opin a.m.k. 4 kvöld í viku, var einnig opið nokkuð reglulega á Hótel Selfossi og í Inghól og aukinheldur leyfði eitt og eitt félagsheimili hér í grenndinni ennþá hin alræmdu sveitaböll.
Í dag er staðan sú að á Selfossi, sem er u.þ.b. 5000 manna byggð, er ekki einn einasti skemmtistaður! Pakkhúsinu, síðasta vígi skemmtanaþyrstra Selfyssinga, var lokað fyrir rúmum mánuði eftir að bæjarstjórnin keypti reksturinn og lagði hann niður, að mér skilst vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi miðbæjarins.
Ég ætla ekki að hætta mér útí umræður um þennan nýja miðbæ, að sinni a.m.k., en mér er spurn hvort það var nauðsyn að loka staðnum alfarið á þessum tímapunkti. Hefði ekki verið hægt að semja við eigendur um að halda rekstrinum áfram, í það minnsta þar til einhver annar staður opnaði? Ég veit að það eru margir að skoða opnun skemmtistaðar í plássinu, en það er fyrirséð að slíkt muni taka nokkurn tíma þar sem ekkert hentugt húsnæði er til staðar. Þangað til munu ungmenni á Selfossi því þurfa að leita eitthvað annað.
Viljum við frekar að unglingar héðan keyri í hrönnum til Reykjavíkur til að skemmta sér um helgar, með tilheyrandi hættu á umferðaróhöppum o.þ.h.? Ég væri allavega u.þ.b. að fara á taugum ef ég ætti ungling á djammaldri þessa dagana. En ég er nú líka óttaleg kelling .
Það er meira að segja svo aum staðan hér í þessum bæ, sem n.b. auglýsir sig sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi, að það er hvergi hægt að smeygja sér inn og horfa á enska boltann, hvorki á kaffihús né pöbb.
Í Hveragerði, sem Selfyssingar hafa nú löngum litið heldur niður á, eru fleiri valkostir í boði í þessum efnum.
Þar er líka bakarí, þar sem engum dettur í hug að selja dagsgamalt brauð á fullu verði.............
Stjórnmál og samfélag | 14.8.2007 | 00:56 (breytt 6.7.2008 kl. 00:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ég þarf nú að fá frekari skýringar með þessari frétt. Ef þessi nýtilkomna kostun verður til þess að áskriftarverðið lækki frá því sem nú er þá kannski skoðar maður málin aðeins, en ef þetta hagstæða verð sem Ari talar um er 4300 kallinn sem allir vita að er 70-80% hækkun frá því sem Skjárinn rukkaði fyrir boltann s.l. vetur þá hef ég endanlega fengið nóg af þessu batteríi.
Ef 365 miðlar ætla virkilega að halda þessari vitleysu til streitu, þ.e. að halda því fram að verð á enska boltanum hafi ekki hækkað umtalsvert milli ára, þá skila ég myndlyklinum og segi um leið upp öllum stöðvum félagsins og áskriftinni hjá Vodafone líka! Ég vona innilega að ég verði ekki einn um það.
Mér flökrar við þessu bulli .
![]() |
Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 12.8.2007 | 00:01 (breytt 6.7.2008 kl. 00:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið vona ég að þessi West nái að selja fleiri plötur......... .
En að hóta að hætta að gefa út fleiri sólóplötur....er það ekki óþarflega sterkt til orða tekið?
![]() |
50 Cent hótar að hætta að gefa út fleiri sólóplötur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.8.2007 | 20:40 (breytt 12.8.2007 kl. 00:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
....er svipað og að fara til tannlæknis: Það er bæði dýrt og vont!
Ég sá þessa ágætu speki í Fréttablaðinu í gær, og ákvað að deila henni með ykkur .
Ferðalög | 10.8.2007 | 19:20 (breytt 6.7.2008 kl. 00:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
-
nkosi
-
ansiva
-
atlifannar
-
skarfur
-
agustolafur
-
amotisol
-
baldurkr
-
bbking
-
bjarnihardar
-
brandurj
-
gattin
-
binnag
-
bryndisvald
-
brynja
-
bestfyrir
-
daxarinn
-
ebbaloa
-
austurlandaegill
-
eirag
-
hjolagarpur
-
ellasprella
-
eythora
-
ea
-
fjarki
-
gesturgudjonsson
-
dullari
-
gretar-petur
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
hugs
-
gummigisla
-
gummisteingrims
-
bitill
-
gunnarfreyr
-
nesirokk
-
rattati
-
hehau
-
hermannol
-
krakkarnir
-
nabbi69
-
swiss
-
810
-
ingimundur
-
ingvarvalgeirs
-
jakobsmagg
-
presley
-
katrinsnaeholm
-
buddha
-
larahanna
-
maggib
-
magnusvignir
-
jabbi
-
palmig
-
rungis
-
snorris
-
slembra
-
lehamzdr
-
svanurg
-
sverrir
-
saedis
-
tinnhildur
-
tommi
-
postdoc
-
doddilitli
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 85330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar