Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var í A-Berlín um daginn að það var einmitt þar sem ég smakkaði Berlínarbollu í fyrsta sinn.
Kannski ekkert merkilegt.........
Ferðalög | 24.4.2007 | 11:56 (breytt 6.7.2008 kl. 00:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það vekur athygli að í auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum sem dreift var inná sunnlensk heimili í dag er Árna Johnsen hvergi að finna. Árni Mathiesen og Kjartan Ólafsson eru einir á annarri hliðinni, en með fríðan hóp sjálfstæðismanna í bakgrunni á hinni hliðinni. 2.maður á lista flokksins er hvergi sjáanlegur
Tilviljun?
Stjórnmál og samfélag | 23.4.2007 | 19:17 (breytt 6.7.2008 kl. 00:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eyþór Arnalds leggur merkilega útaf niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar á fylgi stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi. Á bloggsíðu sinni sér hann ástæðu til að upphefja Sjálfstæðisflokkinn fyrir að gera vel við konur, en samkvæmt könnuninni munu einu þingkonur Suðurkjördæmis koma úr röðum Sjálfstæðisflokks.
Á nú að fara að monta sig af því að vera með konur í 4. og 5. sæti framboðslistans? Á eftir Árna Johnsen og Kjartani Ólafssyni. Já, það er stórmannlegt .
Fyrst og síðast finnst mér allt tal um kynjahlutfall algerlega óþarft, mér er alveg sama hvort ég kýs konu eða karl svo framarlega sem viðkomandi er ekki vitleysingur. Ég kaus einu sinni Kvennalistann sáluga, það hafði ekkert með kynjahlutfall að gera.
Stjórnmál og samfélag | 23.4.2007 | 00:56 (breytt 6.7.2008 kl. 00:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Niðurstöður könnunar á fylgi stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi, sem birt er á mbl.is í dag, eru svakalegar svo ekki sé fastar að orði kveðið, en þó má hugga sig við að hugsanlega séu þær dálítið ónákvæmar.
Sé fréttin lesin til enda sést nefnilega hvernig fylgistölurnar eru reiknaðar: Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?
Maður hlýtur að spyrja sig hvaða tilgangi síðasta spurningin þjónar, og eins hvernig reiknað er út úr svörum við henni.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1265832
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2007 | 23:19 (breytt 6.7.2008 kl. 00:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
En þó skoðunum væri aldrei þröngvað upp á mig var umhverfið allt frekar sovéskt, enda stundaði karl faðir minn nám í Moskvu um 6 ára skeið - og var þó frekar fljótur að læra!
Þjóðviljinn var keyptur í áskrift, sendiherrar Sovétmanna voru tíðir gestir á heimilinu og höfðu iðulega meðferðis borðfána, barmmerki, bangsa eða babúskur sem þeir gáfu okkur krökkunum - og vodka sem þeir gáfu pabba. Ennfremur áttu báðir afar mínir Rússa-jeppa og bílarnir sem foreldrar mínir áttu meðan ég dvaldi í þeirra húsum voru; Moskvitch, Volga, Lada 1300 og Lada Safir - í þessari röð. Allt helvíti skemmtilegir bílar
Að maður minnist nú ekki á það enn einu sinni að 12 ára gamall var ég sendur í sumarbúðir ráðstjórnarríkjanna í Austur-Þýzkalandi!
Ég fór snemma að hafa áhuga á pólítík og hneigðist ósjálfrátt fremur til vinstri en hægri, án þess þó nokkurntíma að ná að verða hreinræktaður kommúnisti. Þó átti ég mín tímabil þar sem ég hélt uppi vörnum fyrir Sovét og fleiri misgóða hluti, en ég held að óhætt sé að segja að ég hafi verið fremur leitandi af vinstri manni að vera a.m.k.
Alþýðubandalagið, sem á þeim tíma var sá flokkur sem leitaði lengst til vinstri höfðaði nokkuð til mín, en þó ekki allskostar, og ný framboð eins og Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn fannst mér meira spennandi - fyrst um sinn a.m.k. Volvo og Saab urðu síðan uppáhaldsbílarnir mínir, sem er nú í meira lagi jafnaðarmannalegt.
Eitt átti ég þó klárlega sammerkt með kommúnistunum, en það var andúð á auðvaldinu, og á efri táningsárum mínum var ég mjög sammála vinstri mönnum um það að skilyrðislaust ætti að hækka skatta á fyrirtæki. Þeim bæri sannarlega að borga meira til samfélagsins og létta þannig undir með pöpulnum sem þeir þræluðu út fyrir lúsarlaun daginn út og inn. Ég skipti þannig algerlega gagnrýnislaust í 2 mismunandi fylkingar; fyrirtækjum annarsvegar og fólki hinsvegar.
Síðar meir, þegar mesta vinstri reiðin bráði af mér, gerði ég mér grein fyrir því að báðar fylkingar samanstanda vitaskuld af fólki - segir sig sjálft. Enn síðar tók ég síðan þátt í rekstri verslunarinnar Sjafnarblóm, sem foreldrar mínir stofnuðu þegar Vegagerð ríkisins hafði ekki lengur not fyrir strafskrafta móður minnar, og þá komst ég að því af eigin raun að skattbyrði fyrirtækja er ekkert til að hafa í flimtingum í framboðsræðum.
Sannleikurinn sem við mér blasti var altént sá að til að standa skil á skyldusköttum og opinberum gjöldum mátti hafa sig allan við - og jafnvel gott betur á stundum. Sérstaklega fyrstu árin, þegar verið var að byggja upp reksturinn og borga niður þær skuldir sem stofnað var til í upphafi. Sem betur fer reyndist móðir mín útsjónarsamur og duglegur stjórnandi og reksturinn var með miklum ágætum alla tíð, en það kostaði mikla vinnu og nákvæmni.
Þarna lærðist mér semsagt að fyrirtækjarekstur var ekkert lúxuslíf, í það minnsta ekki í okkar tilviki. Reksturinn dugði til að framfleyta foreldrum mínum og borga mér og öðrum starfsmönnum mannsæmandi laun, en ekkert umfram það. Enda stóð svosem aldrei neitt annað til.
Í dag á ég sjálfur, ásamt félögum mínum í hljómsveitinni Á móti sól, lítið fyrirtæki sem sér um rekstur sveitarinnar. Í anda sósíalismans var því gefið heitið Samyrkjubúið Ég sé um rekstur fyrirtækisins og þar er nákvæmlega sama upp á teningnum og var hjá Sjafnarblómum. Fyrstu árin, þegar innkoman var lítil sem engin og markaðurinn ekki fallinn að fótum okkar, var oft erfitt að standa skil á sköttunum og engum var verra að skulda en ríkissjóði. Þar á bæ voru engin grið gefin.
Með tímanum hefur vegur hljómsveitarinnar vaxið og auðveldara verið að standa skil á sköttum og öðru slíku, en þó erum við ekki enn orðnir að þeim auðvaldsmönnum sem ég taldi fyrirtækjaeigendur undantekningarlaust vera í den tid. Síður en svo. Við erum allir fjölskyldumenn með ung börn á framfæri, og það er nú ekki auðveldara en svo hér í þessu nýríka landi að við erum allir í fullri vinnu annarsstaðar til að framfleyta okkur.
Því fer það mjög í taugarnar á mér þegar ég heyri vinstri menn 21.aldarinnar; Vinstri-græna, tala um fyrirtæki með sama hætti og kommúnistar gerðu forðum. Hafa menn virkilega ekki vaxið upp úr þeirri vitleysu? Auðvitað eru til fyrirtæki og fyrirtækjaeigendur sem græða á tá og fingri og gætu hæglega borgað meira til samfélagsins, og víst er að margt þetta fólk svíkur undan skatti og svínar á náunganum í leiðinni, en það breytir því ekki að fullt af fólki fer einungis út í fyrirtækjarekstur til að sjá sér og sínum farborða. VG-liðar virðast engu skeyta um slíkt heldur setja öll fyrirtæki undir sama hattinn.
VG hefur það á stefnuskrá sinni að hækka skatta á fyrirtæki, hvaða nafni sem þau nefnast, og jafnvel á einstaklinga líka. Það er eitt af því sem gerir mér erfitt um vik að kjósa þann annars ágæta flokk.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2007 | 15:26 (breytt 6.7.2008 kl. 00:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Við Ari Eggertsson vinnufélagi minn hnoðuðum saman sumarvísu í dag. Ég leyfi mér að birta hana hér með endurtekinni sumarkveðju. Vona að Ara sé sama.
Þó frosið hafi vor og vetur
vendilega saman
fljótt í haustið sumar setur
súldin, rokið - gaman
Bloggar | 20.4.2007 | 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var notalegt að eiga frí í dag. Ég hafði svosem nóg að gera, enda heilmikil verkefnaskil framundan, en ég leyfði mér þó að sofa aðeins lengur en venjulega og lesa blöðin í stað þess að fletta þeim, svo eitthvað sé nefnt.
Það var bara býsna margt skemmtilegt í blöðunum í dag. Þau eru eðlilega full af greinum eftir frambjóðendur, sem reyna sem aldrei fyrr að vekja athygli á sér og sínum flokkum. Sumar þessar greinar eru fullar af pólítískum slagorðum og eru fremur óspennandi, en aðrar nokkuð kraftmiklar og innihaldsríkar.
Mig langar sérstaklega að minnast á tvær greinar. Önnur er á bls. 17 í Blaðinu og er eftir Guðjón Jensson, en þar er fjallað á beittan hátt um Impregilo og kryddað með samsæriskenningum o.þ.h. Alltaf gaman að svoleiðis. Hin er á bls. 34 í Fréttablaðinu og er ekki síður beitt, en þar beinir Lúðvík Bergvinsson alþingismaður spjótum sínum að ríkislögreglustjóra. Hressandi lesning.
Bloggar | 19.4.2007 | 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég skrifaði heilmikinn pólítískan pistil hér á síðunni fyrir 1-2 mánuðum síðan, sem fyrir einhvern bévítans nördagang endaði sem kosningaspá. Spáin var mjög á skjön við það sem kannanir sýndu á þeim tíma og þessvegna fylgist ég grannt með öllum skoðanakönnunum, til að sjá hvort ég, besserwizzerinn, geti ekki farið að monta mig bráðum.
Hlutföllin milli VG og Samfylkingar eru á réttri leið, miðað við það sem ég spáði - alveg óháð því hverjar skoðanir mínar eru, Sjálfstæðisflokkurinn mælist með aðeins meira fylgi en ég spáði en það er í lagi því ef mig misminnir ekki skorar sá flokkur alltaf heldur minna en kannanir segja til um.
Hinsvegar ætla Frjályndir og framsókn að bregðast mér algjörlega. Ég spáði Frjálslyndum 5% fylgi, en mér sýnist á öllu að þeir séu í frjálsu falli og muni teljast heppnir nái þeir þó því. framsókn spáði ég 13-15% fylgi, svona í ljósi sögunnar, en nú gerast þau undur og stórmerki að fylgi þeirra dalar milli kannana. Það er held ég mjög óvenjulegt, svo stuttu fyrir kosningar. Um þetta leyti eru framsóknarmenn yfirleitt, ef ekki alltaf, búnir að ná flugi. Það ætlar ekki að hafast í þetta sinn.
![]() |
Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.4.2007 | 10:34 (breytt kl. 10:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég heyrði í gær að í Virginíu væru lög um skotvopnaeign mjög skýr: Sá sem ekki er með byssuleyfi má ekki undir neinum kringumstæðum kaupa fleiri en eina byssu í mánuði.
Ótrúlegt að svona harmleikir skuli eiga sér stað þar sem svo vel er á málum haldið............
![]() |
Árásarmanninum í Virginíu hafði verið vísað á geðdeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.4.2007 | 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég varð fyrir þessu í dag þegar ég las nafnlaust grín í Blaðinu um Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, sem skipar fyrsta sæti framboðslista Íslandshreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Nú hef ég enga sérstaka skoðun á Jakobi sem stjórnmálamanni, en greinin hreyfði engu að síður við heilagleika mínum.
Grínið var eitthvað á þá leið að Jakob hefði nú brasað margt í gegnum tíðina, bæði í tónlist og stjórnmálum, en flestir væru sammála um að aldrei fyrr hefði hann náð fyrsta sæti. Þegar ég las þetta firrtist ég við og fannst fremur ósmekklegt að afgreiða manninn á þennan hátt, jafnvel þó hann liti út fyrir að vera framapotari. En svo hrökk ég við og hugsaði með mér að ég væri nú meiri hræsnarinn, en hræsni er klárlega galli. Ég hefði sjálfur oft gert grín að náunganum með einum eða öðrum hætti. Það flokkast einnig undir galla. Bingó! Tveir gallar, beint í andlitið, á meðan ég las eina örstutta grein í blaði. Geri aðrir betur.
En burtséð frá öllu gallahjali þá held ég að óhætt sé að fullyrða að Jakob Frímann, hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á honum, hefur náð prýðisgóðum árangri á ýmsum sviðum. Fyrir hartnær 40 árum stofnaði hann, ásamt fleirum, einhverja ástsælustu hljómsveit Íslandssögunnar, Stuðmenn, en þeir hafa sannarlega oft náð fyrsta sæti, eiga aðsóknarmet í hinum ýmsu samkomuhúsum og fjöldamörg lög sem hafa náð hylli þjóðarinnar. Mörg þeirra hefur Jakob samið, einn eða í félagi við aðra. Hann framleiddi einnig kvikmyndina Með allt á hreinu, sem er ein allra vinsælasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi, svo fátt eitt sé nefnt.
Mér er til efs að ferilskrá blaðamannsins sem skrifar um Jakob í dag sé jafn glæsileg. Þó veit maður aldrei...........
Tónlist | 19.4.2007 | 01:42 (breytt 6.7.2008 kl. 00:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
-
nkosi
-
ansiva
-
atlifannar
-
skarfur
-
agustolafur
-
amotisol
-
baldurkr
-
bbking
-
bjarnihardar
-
brandurj
-
gattin
-
binnag
-
bryndisvald
-
brynja
-
bestfyrir
-
daxarinn
-
ebbaloa
-
austurlandaegill
-
eirag
-
hjolagarpur
-
ellasprella
-
eythora
-
ea
-
fjarki
-
gesturgudjonsson
-
dullari
-
gretar-petur
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
hugs
-
gummigisla
-
gummisteingrims
-
bitill
-
gunnarfreyr
-
nesirokk
-
rattati
-
hehau
-
hermannol
-
krakkarnir
-
nabbi69
-
swiss
-
810
-
ingimundur
-
ingvarvalgeirs
-
jakobsmagg
-
presley
-
katrinsnaeholm
-
buddha
-
larahanna
-
maggib
-
magnusvignir
-
jabbi
-
palmig
-
rungis
-
snorris
-
slembra
-
lehamzdr
-
svanurg
-
sverrir
-
saedis
-
tinnhildur
-
tommi
-
postdoc
-
doddilitli
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar