Hugsaðu - það pirrar ríkisstjórnina

Ég fór einmitt að hugsa, í tilefni færslunnar sem ég var að senda frá mér um vandræðagang vinstri manna í gegnum tíðina, að ég ætti náttúrlega ekki að kasta fram svona fullyrðingum um slagorðaleysi stjórnmálaflokka án þess að kanna málin aðeins.

Ég kíkti þessvegna á síður flokkana sem bjóða fram til Alþingis og ég fæ ekki betur séð en að það sé rétt hjá mér að Samfylkingin sé eini flokkurinn sem ekki flaggar slagorði. Sé það rétt á hún hrós skilið. Slagorð eru oft góð og virka vel, en oft eru þau ekki til neins. Þessvegna er ég þeirrar skoðunar að betra sé að hafa ekkert slagorð en slagorð sem segir ekkert.

Slagorð flokkanna fyrir kosningarnar eru þessi:

Nýir tímar - á traustum grunni - Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er eiginlega ekki neitt, en vissulega hefur maður heyrt þau verri. Og eflaust virkar þetta ágætlega.

Forysta fyrir íslenska þjóð - Frjálslyndi flokkurinn. Það vita allir að Frjálslyndir verða aldrei í forystu fyrir íslenska þjóð, þannig að þetta slagorð gerir ekki neitt nema kannski að undirstrika þjóðarrembing þeirra.  

Árangur áfram - ekkert stopp! - Framsóknarflokkurinn. Mjög brjálæðislegt og óaðlaðandi. Vondur draumur Tómasar vinar míns sem innihélt Jón Sigurðsson í brjálæðislegu rækjusamlokuáti (búinn með 7 eða 8 minnir mig) með EKKERT STOPP merki á enninu kemur oftar en ekki upp í hugann þegar ég heyri þetta slagorð LoL  

Lifandi land - Íslandshreyfingin. Það er nefnilega það, segir akkurat ekki neitt.

Allt annað líf - Vinstri Grænir. Mér finnst þetta reyndar ágætt en það skemmir fyrir VG hvað það er auðvelt að snúa útúr því.

Ég sá annað slagorð frá VG á barmmerki um daginn. Hugsaðu - það pirrar ríkisstjórnina. Mér finnst það býsna gott, það er allavega dálítill broddur í því. Það er þó ekki nærri eins beitt og slagorð sem Alþýðubandalagið setti á barmmerki í kringum 1980; Notaðu smokkinn - það fæðist Sjálfstæðismaður daglega! Hvort það var smekklegt er svo annað mál.

Annars kom Geir H. Haarde með eitt skemmtilegasta slagorð seinna ára í íslenskri pólítík þegar hann sóttist eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á eftir Davíð Oddssyni og mannvitsbrekkunni Birni Bjarnasyni; Einn, tveir og Geir! Algjör snilld Smile

 


Aðeins að rofa til hjá vinstri mönnum

Ég hef oft hneykslast á klaufagangi vinstri manna í markaðssetningu, þ.e. auglýsingum á sjálfum sér, framsetningu á sínum málum o.s.frv. Ég held að ég hafi fyrst áttað mig á þessum vandræðagangi vinstri manna þegar ég sá frétt í Þjóðviljanum sáluga sem átti að sýna það í eitt skipti fyrir öll hve alþýðlegir þingmenn Alþýðubandalagsins væru. Innihald fréttarinnar var að þingmennirnir höfðu klætt sig í gallabuxur og tekið strætó! Þarna fékk ég kjánahroll í fyrsta sinn.

Síðan þetta var hef ég margoft veitt vandræðagangi á vinstri vængnum athygli og jafnframt tekið eftir því hvernig hægri mönnum hefur á hinn bóginn hvað eftir annað tekist snilldarlega að vekja á sér jákvæða athygli, og ekki síst snúa sig út úr vandræðum án þess að hljóta skaða af. Það eitt að Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda velli sem langstærsti flokkur landsins eftir 16 ára setu í ríkisstjórn, og hver afglöpin á fætur öðrum, meðan fylgið hrynur af samstarfsflokknum þykir mér til marks um frábæra markaðssetningu. Vinstri menn geta kannski ekki mikið lært af þeim hægri þegar kemur að pólítík og prinsipp málum, og vilja vonandi ekki, en margt gætu þeir lært í markaðstækni. 

Í dag heyrði ég hinsvegar loksins auglýsingu frá vinstri sem eitthvað vit var í. Auglýsingin vakti athygli mína og fékk mig til að hugsa í smástund. Eins og auglýsingar um stjórnmál ættu að gera. Auglýsingin var frá Samfylkingunni og í henni var vakin athygli á því að flokkurinn hefði 4 sinnum á síðasta kjörtímabili gert það að tillögu sinni í þinginu að stimpilgjöld yrðu lögð af en framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu alltaf sagt nei.

Þessi auglýsing er góð. Hún byggir á ísköldum staðreyndum (vona ég) um réttlætismál sem varðar fjölda fólks og ríkisstjórnarflokkarnir hafa báðir, bresti mig ekki minni, á loforðalista sínum fyrir þessar kosningar. Því vona ég að fólk sem heyrir auglýsinguna hugsi sig um eitt augnablik, og velti því fyrir sér hvers vegna framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa afnám stimpilgjalda á stefnuskrá en vilja þó ekki hrófla við þeim.

Það sem mér finnst síðan einna þægilegast við auglýsinguna er að hún endar ekki á innihaldslausu slagorði. Vinstri menn hafa nefnilega í gegnum tíðina verið mjög gefnir fyrir uppblásin slagorð, en ég held að ég fari rétt með að Samfylkingin flaggi engu slíku fyrir þessar kosningar, þó sumir frambjóðendur flokksins tali reyndar meira og minna í slagorðastíl. Það eldist nú kannski af þeim blessuðum.  


Gagnslaus tengdamamma?

framsóknarmenn keppast nú við að bera í bætifláka fyrir Jónínu Bjartmarz sem á að hafa reddað tengdadóttur sinni metafgreiðslu á íslenskum ríkisborgararétti. Menn virðast sammála um að svoleiðis lagað megi ráðherrar alls ekki gera, enda er það víst bannað með lögum. Jónína sjálf segist ekki hafa haft neitt með það að gera að þessi tilvonandi tengdadóttir fékk ríkisborgarrétt á silfurfati.  

Hvurslags eiginlega tengdamamma er Jónína? Ég hefði svo sannarlega hringt í félaga mína í nefndinni til að liðka fyrir málum ef ég hefði lent í sömu aðstöðu og hún. 

Er það kannski ég sem er spilltur eftir allt saman? Undecided 


Ein af mörgum góðum á kvikmynd.is


Er Mrs. Doubtfire í framboði?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina haft á sínum snærum ýmsa sérfræðinga, misgóða þó. Má þar t.d. nefna Hannes Hólmstein, sem er svo magnaður að flokkurinn sendir hann iðulega úr landi þegar kosningar eru í nánd.

Ætli frambjóðendur flokksins í Suðurkjördæmi hafi ekki óskað þess, þegar þeir opnuðu héraðsfréttablöðin í morgun, að photoshop sérfræðingurinn hefði líka verið sendur eitthvað  LoL 

XD copy


framsóknarflokkurinn forbangsaður

Allt er í heiminum hverfult, sagði einhver, en eitt klikkar þó aldrei: framsóknarflokkurinn (ritist ávallt með litlum staf) sér um sína - og er aldeilis forbangsaður (danska=forbavset GetLost) þegar einhverjum dettur í hug að gera athugasemdir við gjörningana.


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðið búið?

Ég sá í einhverju blaði í dag að breska stjórnin hefði ákveðið að hætta að tala um stríð gegn hryðjuverkum, eins og Bush og Blair hafa gert allt frá 11.september 2001.

Ég fagna því að sjálfsögðu að Bretar skuli loks hafa áttað sig á því að þeir standa ekki andspænis einum ákveðnum óvini, heldur ýmsum litlum öfgahópum sem líklegast telja sig hafa farið halloka á einhvern hátt í samskiptum sínum við vesturveldin.  

Það hefur verið með hreinum ólíkindum að fylgjast með fullorðnum mönnum fara með ófriði gegn heilu þjóðunum, eins og Afgönum og Írökum, í þeirri trú að það væri leiðin til að uppræta hryðjuverkastarfsemi. "Stríðið gegn hryðjuverkum" var alla tíð glórulaust og í mínum huga löngu tapað, ef út í það er farið. Frá mínum bæjardyrum séð tapaðist það endanlega þegar maður þurfti að fara úr skónum áður en farið var um borð í flugvél!

Nú er bara að sjá hvort Bush fylgi fordæmi Blair og co. Hverjar eru líkurnar á því Sideways

 


Slakaðu nú aðeins á vinur

Jose Mourinho er frábær knattspyrnustjóri. Það held ég að enginn efist um, en fyrir mitt leyti er ég fyrir löngu orðinn þreyttur á þessu eilífa væli. Auðvitað er þetta í grunninn sálfræðihernaður, en ég held að hann standi höllum fæti í því stríði um þessar mundir a.m.k.

Ég held að honum væri hollast að slaka aðeins á og sýna öðrum aðeins meiri kurteisi. Hann talar um að Ronaldo muni aldrei komast á þann stall sem honum ber ef hann gerist sekur um lygar. Á sama hátt held ég að Mourinho fái ekki þá viðurkenningu sem honum ber fyrr en hann lætur af þessum ósið.


mbl.is Mourinho segir Ronaldo vera lygara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Váleg tíðindi?

Birgir ÁÞetta þýðir að Birgir Ármannsson dettur út af þingi.

 

Verðum við þá ekki að vona að Birkir Jón komist inn fyrir norðan? Birkir Jón


mbl.is VG bætir við sig í Reykjavík suður samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Svenson ekki lengur til?

Hér heima sátu í dag 2 konur sem voru að býsnast yfir ruslpósti. Ég tók svosem engan þátt í þeim umræðum, en ég fór að hugsa það eftir á að ég myndi alls ekki vilja vera án hans.

Ég hefði t.d. alls ekki viljað missa af þessu kostulega dreifibréfi sem ég fékk frá sjálfstæðismönnum í gær og ég hlakka til að fá bréf frá Jóni Sigurðssyni og félögum þar sem þeir lofa að eyða biðlistum, borga fyrir tannlæknaþjónustu ungmenna o.s.frv....rétt eins og þeir hafi ekki haft neitt með það að gera hvernig fyrir velferðarkerfinu er komið.

Mest af öllu hlakka ég þó til að fá nýjan Svenson bækling, það er alltof langt síðan Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband