Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ég hef allt frá því ég byrjaði að besserwisserast í bloggheimum margoft lýst þeirri skoðun minni að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu, ekki af því að mér hugnaðist allt þar á bæ svo óskaplega vel, heldur fyrst og fremst vegna þess að þá gætum við tekið upp Evru - og nýríkir íslenskir athafnamenn hættu þarmeð að ráðskast með blessaða krónuna. Það er margsannað mál að braskarar, þar á meðal bankarnir, hafa leikið sér með krónuna - og útkoman blasir við.
Davíð Oddsson tekur undir með mér , og talar um aðför nafnlausra braskara að krónunni.
Ég spyr: Hvernig væri nú fyrir okkur komið ef Davíð sjálfur hefði ekki slegið leiftursnöggt á fingur allra þeirra sem ræða vildu aðild að Evrópusambandinu í hans valdatíð?
Stjórnmál og samfélag | 29.3.2008 | 18:05 (breytt 5.7.2008 kl. 23:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú hef ég formlega verið Hvergerðingur í u.þ.b. 7 mánuði, og líkar vel. Vissi enda nokkurnveginn við hverju var að búast, hafandi haft hér annan fótinn meira og minna alla mína tíð. En eftir að ég varð formlega Hvergerðingur fór ég ósjálfrátt að fylgjast betur með bæjarmálunum, og ég verð að segja að þar mætti margt betur fara - bæði hjá meirihlutanum og minnihlutanum.
Til dæmis fannst mér lítilmannleg afgreiðsla meirihluta bæjarstjórnar á erindi okkar starfsmanna grunnskólans þar sem við báðum um álagsgreiðslu til lítilsháttar leiðréttingar á kjörum okkar, en sá háttur hefur verið hafður á í fjölmörgum sveitarfélögum. Meirihlutinn afgreiddi tillöguna í raun án nokkurs gildandi rökstuðnings, sem gefur kannski tilefni til að velta fyrir sér í hve miklum metum starfsfólk grunnskólans er þar á bæ.
Eitt af eldfimustu málunum í bæjarmálaumræðunni í vetur hefur verið bygging nýs íþróttahúss, en litla íþróttahúsið sem byggt var af dæmalausri skammsýni á þeim tíma sem ég var hér í skóla er fyrir löngu sprungið. Hugmyndir meirihlutans um að reisa svokallað mjúkhýsi inn í dal hafa ekki hugnast minnihlutanum, og hafa svosem vakið furðu margra. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hér hvort uppblásið íþróttahús er vænn kostur, enda þekki ég málið ekki nógu vel til þess, en ég lýsi furðu minni á því að Hveragerði skuli vera í þeirri stöðu að þurfa að fara með íþróttamannvirki alla leið inn í dal.
Það er eins og enginn ráðamaður hér hafi nokkurntíma hugsað lengra en fjögur ár fram í tímann! Hversvegna í ósköpunum keypti bærinn t.d. ekki gamla hótelið á sínum tíma? Mér skilst að það hafi farið á slikk, en einhverjar pólítískar hártoganir orðið til þess að húsið var ekki keypt! Hótelið er staðsett við aðalgötuna og þar að auki mitt á milli leikskólans og grunnskólans. Sá enginn fyrir sér samfellt skólasvæði á þeim tíma? Fagrahvammstúnið svokallaða, milli grunnskólans og Heilsustofnunar NLFÍ skilst mér að hafi einnig verið falt fyrir lítið fé á sínum tíma, en eitthvert pólítískt þref orðið til þess að bærinn nýtti ekki forkaupsrétt sinn á því landi. Hvað skyldi það land kosta í dag? Væri ekki nær að hafa íþróttahús þar, en uppí dal?
Pólítískt þref er eitthvað það hallærislegasta sem hægt er að hugsa sér, sérstaklega í sveitastjórnum. Í bæjarfélögum eins og Hveragerði á minnihlutinn að leitast við að starfa með meirihlutanum. Þannig hefur hann meiri tök á að hafa áhrif, og um leið aukast líkurnar á málefnalegri umræðu - á kostnað með og á móti þvargs". Auðvitað á að mótmæla kröftuglega ef tilefni er til, og haldgóð rök til stuðnings, en alltof oft verða bæjarmál að hálfgerðum skrípaleik þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Sumir virðast m.a.s. keppast við að vera á móti öllu, án haldbærra skýringa. Ekki bara í Hveragerði. Það er eins í bæjarmálunum og í daglega lífinu; maður nær sínum málum trauðla í gegn með gífuryrðum og djöfulgangi, málefnaleg samvinna er mun vænlegri til árangurs.
Hættum að jagast og mótum frekar viturlega framtíðarstefnu, þar sem leitast er við að svara þeirri grundvallarspurningu hvernig bæ við viljum byggja og búa í, og afhenda afkomendum okkar...............
Stjórnmál og samfélag | 29.3.2008 | 13:52 (breytt 5.7.2008 kl. 23:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það var hringt í mig frá Spron um daginn. Erindið var að bjóða mér að verða viðskiptavinur bankans. Ég tók nú fremur fálega í það, en spurði þó hvaða kosti það gæti haft í för með sér. Sölumaðurinn var vel undir þá spurningu búinn og gat talið eitt og annað upp, bankanum til ágætis, m.a. það að ég gæti fengið lán með aðeins 17% vöxtum! Ég verð nú að viðurkenna að ég hrökk aðeins við.
Ég er svo lánsamur að borga ekki af neinum lánum nema húsnæðisláni okkar hjónaleysanna, sem ber 4,20% vexti, þannig að ég hreinlega veit ekki gjörla hvað teljast góð kjör á almennum lánamarkaði, en 17% vextir finnst mér altént ansi mikið. En sölumaðurinn geðþekki var nú aldeilis ekki sammála mér, og hélt áfram að reyna að sannfæra mig um að taka þessu kostaboði. Hann fullyrti m.a. að bankar og kortafyrirtæki rukkuðu allt að 25% vexti í einhverjum tilvikum! Svo skal böl bæta.............
Má ég minna á að um miðjan níunda áratuginn var Hermann nokkur Björgvinsson tíður gestur á forsíðum íslenskra blaða, og gjarnan fylgdi viðurnefnið "okurlánarinn" með. Þessi Hermann stundaði það sumsé að lána fólki pening á 18% vöxtum. Það þótti glæpsamlegt, gott ef honum var ekki stungið í steininn fyrir vikið!
Stjórnmál og samfélag | 27.2.2008 | 13:53 (breytt 5.7.2008 kl. 23:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að mér þætti Samfylkingin best flokka. Samfylkingin fékk síðan ágæta útkomu í kosningunum og myndaði að lokum ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Allt gott og blessað með það. Ég get lítið kvartað yfir framgöngu Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni enn sem komið er a.m.k., hefði reyndar kosið að flokkurinn hefði staðið fastar í fæturna þegar kom að því að semja um stefnumótun stjórnarinnar í Evrópumálum. Þar kastaði flokkurinn fyrir róða sínu helsta baráttumáli, inngöngu í ESB. Því miður. En gott og vel, allt gengur þetta ágætlega.
Í sveitastjórnamálum hér í nágrenninu finnst mér Samfylkingarfólk hins vegar ekki alveg hafa fundið taktinn. Í mínum gamla heimabæ Selfossi orka margar gjörðir flokksins tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Ég ætla svosem ekki að fjölyrða um það hér, en ég nefni sem dæmi umdeild húsakaup og undarlega leigusamninga. Í þessum efnum finnst mér flokkurinn sýna það sem svo margir, sem kannski eru afhuga stjórnmálum, halda stundum fram. Þ.e. að það sé alveg sama hvaða flokkur fari með völdin, stjórnmálamenn hugsi fyrst og fremst um að maka krókinn meðan þeir geti. Og hygla ættingjum og vinum.
Hér í Hveragerði er Samfylkingin í minnihluta. Að vísu heitir stjórnmálaaflið A-listinn, en innan hans er Samfylkingarfólk og listinn því að einhverju leyti á ábyrgð flokksins. Á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku lagði A-listinn fram bókun sem er með þeim ólíkindum að mér er til efs að ég hafi áður séð aðra eins þvælu. Í bókuninni leggur A-listinn til að fyrirhuguðum framkvæmdum við Grunnskólann verði slegið á frest, og rökin eru þau að ekki sé aðkallandi að stækka skólann! Að vísu segir í bókuninni að brýn nauðsyn sé að stækka mötuneyti skólans sem allra fyrst. Ekki veit ég hvernig blessaðir bæjarfulltrúarnir ætla að fara að því, án þess að stækka skólann. Og ef þeim tekst að stækka mötuneytið án þess að stækka skólann í leiðinni býst ég við að óumflýjanlegt sé að eitthvað minnki á móti. Ekki satt? Hvað það á að vera er mér algjörlega hulin ráðgáta.
Sannleikurinn er sá að skólinn er fyrir löngu orðinn alltof lítill. Það má ekki aðeins sjá með augum sérfræðingsins, þ.e. með því að skoða reglur um fjölda nemenda pr.fermetra og annað slíkt, heldur einnig með berum augum leikmannsins. Það blasir við öllum sem vilja sjá að húsnæði skólans er löngu sprungið. Ég ætla ekki að tíunda það nánar hér að sinni, ef fólk vill nánari útskýringar er sjálfsagt að veita þær.
Þessi bókun A-listans hefur skiljanlega vakið nokkuð hörð viðbrögð á mínum vinnustað, sem er einmitt umræddur grunnskóli. Ég þykist vita, og hef reyndar frétt það eftir áreiðanlegum heimildum, að bæjarfulltrúar listans hafi nú ekki beinlínis meint það sem segir í bókuninni og í raun hafi vantað dálítið inn í hana, sem geri það að verkum að hún misskiljist (!). Það er nefnilega það! Er þetta ekki dæmigert fyrir klaufagang vinstri manna í gegnum tíðina? Hversu oft hefur ímynd vinstri manna ekki beðið hnekki vegna einhvers flumbrugangs í framsetningu? Þetta eflaust ágæta fólk virðist hreinlega ekki gera sér grein fyrir því að þegar talið berst að framtíðarsýn í skólamálum í Hveragerði geta andstæðingarnir endalaust vísað í þessa bókun - til marks um vilja A-listans í málaflokknum. Svona þvælu lætur maður einfaldlega ekki hafa eftir sér.
Stjórnmál og samfélag | 21.2.2008 | 13:41 (breytt 5.7.2008 kl. 23:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Valgerður Sverrisdóttir útnefndi Jón Sigurðsson fráfarandi formann Framsóknarflokksins mann ársins í einhverju blaðanna um daginn. Undarlegt að fleirum skyldi ekki detta það í hug!
Stjórnmál og samfélag | 5.1.2008 | 02:27 (breytt 5.7.2008 kl. 23:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í þá gömlu góðu daga þegar Gjáin var aðal skemmtistaðurinn á Suðurlandi, sem er reyndar ekki svo ægilega langt síðan , var heldur líflegra skemmtanalíf á Selfossi en nú um stundir. Svo ekki sé fastar að orði kveðið. Auk Gjárinnar, sem var opin a.m.k. 4 kvöld í viku, var einnig opið nokkuð reglulega á Hótel Selfossi og í Inghól og aukinheldur leyfði eitt og eitt félagsheimili hér í grenndinni ennþá hin alræmdu sveitaböll.
Í dag er staðan sú að á Selfossi, sem er u.þ.b. 5000 manna byggð, er ekki einn einasti skemmtistaður! Pakkhúsinu, síðasta vígi skemmtanaþyrstra Selfyssinga, var lokað fyrir rúmum mánuði eftir að bæjarstjórnin keypti reksturinn og lagði hann niður, að mér skilst vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi miðbæjarins.
Ég ætla ekki að hætta mér útí umræður um þennan nýja miðbæ, að sinni a.m.k., en mér er spurn hvort það var nauðsyn að loka staðnum alfarið á þessum tímapunkti. Hefði ekki verið hægt að semja við eigendur um að halda rekstrinum áfram, í það minnsta þar til einhver annar staður opnaði? Ég veit að það eru margir að skoða opnun skemmtistaðar í plássinu, en það er fyrirséð að slíkt muni taka nokkurn tíma þar sem ekkert hentugt húsnæði er til staðar. Þangað til munu ungmenni á Selfossi því þurfa að leita eitthvað annað.
Viljum við frekar að unglingar héðan keyri í hrönnum til Reykjavíkur til að skemmta sér um helgar, með tilheyrandi hættu á umferðaróhöppum o.þ.h.? Ég væri allavega u.þ.b. að fara á taugum ef ég ætti ungling á djammaldri þessa dagana. En ég er nú líka óttaleg kelling .
Það er meira að segja svo aum staðan hér í þessum bæ, sem n.b. auglýsir sig sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi, að það er hvergi hægt að smeygja sér inn og horfa á enska boltann, hvorki á kaffihús né pöbb.
Í Hveragerði, sem Selfyssingar hafa nú löngum litið heldur niður á, eru fleiri valkostir í boði í þessum efnum.
Þar er líka bakarí, þar sem engum dettur í hug að selja dagsgamalt brauð á fullu verði.............
Stjórnmál og samfélag | 14.8.2007 | 00:56 (breytt 6.7.2008 kl. 00:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Enn einu sinni dúkkar umræðan um Suðurstrandarveg upp, nú í kjölfar fregna af því að framkvæmdum við fyrirhugaða Sundabraut hefur verið slegið á frest.
Ég er líklega bara svona vitlaus en ég hreinlega næ því ekki afhverju í ósköpunum þarf að gera þennan blessaða veg. Þetta var eflaust ágætis hugmynd fyrir 30 árum síðan þegar við lifðum af fiskveiðum, en það var líka margt annað sem þótti ekki svo galið í þá daga, t.d. hansahillur og Goombay dance band - svo fátt eitt sé nefnt.
Einhvernveginn held ég að þörfin fyrir Suðurstrandarveg sé liðin hjá. Það kann þó vel að vera misskilningur. Allavega eru helstu rökin sem ég hef heyrt fyrir veginum þau að með tilkomu hans aukist hagræði í fiskvinnslu á svæðinu, þ.e. að Suðurland og Suðurnes geti samnýtt afla og eitthvað meira sem ég hef ekki hundsvit á svosem. En er virkilega réttlætanlegt að gera veg fyrir 1100 milljónir svo að sé hægt að rúnta með þorsk milli Þorlákshafnar og Grindavíkur? Var ekki verið að minnka þorskkvótann um þriðjung á milli ára? Halló!
Ég prófaði að "gúgla" Suðurstrandarveg til að sjá hvort finna mætti einhver fleiri rök fyrir þessari framkvæmd og ég verð að segja að niðurstaða leitarinnar var í meira lagi athyglisverð. Allavega fyrir óupplýstan landsbyggðarblesa eins og mig.
T.d. segir í ályktun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) frá árinu 2006 eitthvað á þá leið að Suðurstrandarvegur muni hafa gríðarlega jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu, sérstaklega þar sem ekki þurfi þá lengur að aka um höfuðborgarsvæðið til að komast frá Leifsstöð á helstu ferðamannasvæði landsins. Ég er kannski að fara með fleipur en ég held að ég segi það satt að Suðurstrandarvegur stytti ekki leiðina milli t.d. Keflavíkur og Geysis. Leiðin milli Keflavíkur og Selfoss er rúmir 90 km., sé ekið í gegnum höfuðborgarsvæðið, en um Suðurstrandarveg minnir mig að leiðin verði nálægt 120 km. þannig að hvernig hægt er að sjá ávinning í þeim efnum er ofar mínum skilningi. Auk þess hugsa ég nú að erlendir ferðamenn hafi ekkert á móti því að skoða höfuðborgina, ég hef allavega gaman af því að skoða slíkar borgir þegar ég leggst í flakk. Ég myndi allavega ekki hoppa hæð mína af kæti yfir því að geta sneitt algjörlega hjá Kaupmannahöfn og keyrt rakleiðis til Gilleleje eða Stubberup væri ég að koma til Danmerkur í fyrsta skipti . Svo mikið er víst.
Önnur skemmtileg röksemd sem ég sá frá SASS er að vegurinn sé gríðarlegt öryggisatriði. Reykjanesskaginn sé virkt eldfjallasvæði og því sé nauðsynlegt að hafa fleiri en eina samgönguleið mögulega, komi til náttúruhamfara! Það er nú erfitt að setja sig í þessi spor, en ef ég byggi t.d. í Sandgerði og það skylli á slíkt hörmungareldgos að eina von mín til að halda lífi væri að keyra til Þorlákshafnar af öllum stöðum þá held ég nú að ég léti mig hafa það að skröltast veginn eins og hann er í dag, jafnvel þó það kynni að kosta mig 2-3 hjólkoppa og kannski smá hausverk .
Svo sá ég ýmsa mektarmenn, m.a. Einar Njálsson f.v. bæjarstjóra Árborgar, tjá sig um að lagning vegarins hafi verið ein þeirra röksemda sem týndar voru til þegar hið nýja Suðurkjördæmi var búið til. Eigum við að ræða þessa kjördæmaskipan eitthvað?
Á einhver heillegar hansahillur................?
Stjórnmál og samfélag | 10.7.2007 | 03:08 (breytt 6.7.2008 kl. 00:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.5.2007 | 23:40 (breytt 6.7.2008 kl. 00:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tveir öflugir liðsmenn Vinstri grænna fara mikinn á síðum blaðanna í dag. Gestur Svavarsson vinur minn reynir af miklum móð að klóra yfir skítkast Steingríms J. í allar áttir undanfarna daga og Katrín Jakobsdóttir skrifar skemmtilega grein um það að Vinstri-grænir séu komnir til að vera .
Gestur notar orðið broslegt í sinni grein og það er einmitt orðið sem mér datt í hug því það er alveg morgunljóst, og broslegt að vel gefið fólk skuli halda annað, að VG er ekki komið til að vera - því miður. Ég segi því miður því flokkurinn hefur margt prýðisfólk innan sinna vébanda og mörg ágæt mál á stefnuskránni. Einþykkjan og ósveigjanleikinn gera það hinsvegar að verkum að það er öllum hugsanlegum samstarfsaðilum ljóst að vonlaust er að ganga til samstarfs við flokkinn. Hafi einhverjir verið til sem ekki höfðu áttað sig á því fyrir kosningar er þeim það fullljóst núna eftir skítabombur formannsins og fleiri fokksmanna.
Gestur mærir formann sinn í greininni og segir að sér hafi þótt það heiðarlegt af honum að taka alvarlega yfirlýsingar framsóknar um það að setjast ekki í stjórn ef úrslit kosninganna yrðu í líkingu við það sem síðan varð. Gott og vel. Það kann að vera að það hafi verið heiðarlegt, en það breytir engu um það hversu heimskuleg framkoma Steingríms við framsóknarmenn var. Jafn reyndur stjórnmálamaður og Steingrímur ætti nú að geta sagt sér það að framsókn myndi sækjast eftir völdum hvernig sem færi! Það vissu það allir sem vildu svo þetta yfirklór gengur engan veginn.
Það er ekki annað að skilja á Gesti en að Steingrímur hafi gert allt sem í sínu valdi stendur til að komast í stjórn, samningaviljinn og lipurðin hafi svo sannarlega verið til staðar , vandamálið hafi bara verið að enginn vildi vera memm. Hvernig skyldi nú standa á því?
Flokkurinn mun, eins og ég þreyttist ekki á að spá fyrir kosningar, fara sömu leið og Kvennalistinn sálugi, sem ég kaus einmitt einu sinni. Þ.e. að með ósveigjanleika sínum og klaufalegri "samningatækni" einangrast flokkurinn og smátt og smátt átta kjósendur sig á því að það að greiða flokknum atkvæði sitt jafngildir því nánast að kasta því á glæ.
Stjórnmál og samfélag | 25.5.2007 | 16:46 (breytt 6.7.2008 kl. 00:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Katrín: Væg afstaða til jafnréttismála og Íraksstríðsins vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.5.2007 | 17:10 (breytt 6.7.2008 kl. 00:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar