Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 24.1.2008 | 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég heyrði nýtt stuðningslag handboltalandsliðsins um helgina. Lagið var hreinlega pantað af Kastljósi (og Sigga Sveins) og höfundurinn, Valgeir Guðjónsson, var ekki seinn að svara kallinu. Útkoman er skemmtilegt og grípandi lag, rétt eins og forveri þess - Gerum okkar besta - sem Valgeir samdi fyrir ólympíuleikana 1988.
Í því sambandi er vert að rifja aðeins upp: 1988 var mikil stemmning í kringum handboltalandsliðið okkar, enda stóð mikið til. Ólympíuleikar í Seoul framundan og liðið, sem hafði verið á stöðugri uppleið síðan á ÓL '84 stóð á meintum hátindi ferils síns.
En þegar til kom stóð liðið engan veginn undir væntingum og var í raun ekki nema skugginn af sjálfum sér.
Nú, 20 árum síðar, er svipuð staða uppi, allavega þegar þetta er ritað en auðvitað er ennþá von til þess að strákarnir sýni hvað í þeim býr. Og þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé eitthvað sniðugt að Valgeir sé að blanda sér í þetta.
Fari svo að strákarnir nái ekki að hrista af sér slyðruorðið mun ég altént draga Kastljósið til ábyrgðar
Bloggar | 21.1.2008 | 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
....er klárlega blað dagsins!
Í gær hófst Evrópumótið í handbolta, sjálfri þjóðaríþróttinni, í Noregi. Þar öttu Íslendingar kappi við erkifjendur sína Svía í gær, en á íþróttadeild 24 stunda þykir það greinilega ekki fréttnæmt. Allavega er ekki stafkrók að finna í blaðinu um leikinn. Hinsvegar er fjallað ítarlega um bæði golf og íshokkí.
Vel af sér vikið
Bloggar | 18.1.2008 | 09:15 (breytt kl. 15:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einhver nostalgía greip mig um daginn. Hún lýsir sér þannig að mig dauðlangar að spila Wave Race á Nintendo 64! Þeir sem vita hvað ég er að tala um, skilja þetta kannski.....eða ekki. Svona er maður nú mikið barn.
Ef einhver veit um svona vél til sölu, og umræddan leik, þá er ég til .
Bloggar | 13.12.2007 | 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)

Bloggar | 9.12.2007 | 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þetta er Vincent D'onofrio úr Law&Order: Criminal Intent, fyrir þá sem ekki þekkja meistarann
Einhverjar fleiri uppástungur?
Bloggar | 7.12.2007 | 22:47 (breytt kl. 22:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ívar Ingimarsson miðvörður Reading í Englandi hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í íslenska landsliðið í framtíðinni. Hann ber því við að hann sé orðinn þrítugur og þurfi orðið það mikla hvíld að hann telji ekki skynsamlegt að eyða dýrmætum frítíma sínum í að þvælast í landsleiki.
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um svona lagað. Hvað ef allir hugsuðu svona? Hvað má t.d. Hermann Hreiðarsson segja, sem spilar í sömu deild og Ívar? Hann er eldri en Ívar, og ætti því að þurfa a.m.k. jafnmikla hvíld, en það stöðvar hann ekki í því að mæta í hvern einasta landsleik af fullum krafti. Það er nú heldur ekki eins og landsleikjaálag hafi verið að drepa íslenska leikmenn undanfarin ár. Er liðið ekki að spila þetta 8-10 leiki á ári?
Ég ætla ekki að fara að hrauna yfir Ívar hér, hann hefur eflaust sínar ástæður fyrir ákvörðuninni. En vonandi eru þær merkilegri en þessi hvíldarleysispæling! Hún er veigalítil þykir mér.
Bloggar | 15.11.2007 | 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 11.11.2007 | 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 1.11.2007 | 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um miðjan ágúst ár hvert sendir Ikea frá sér glæsilegan bækling með upplýsingum um vörur sem á boðstólum eru í versluninni. Bæklingurinn er sendur inn á öll heimili í landinu og fólk eins og ég flettir honum spjalda á milli í von um að finna eitthvað sem passar í stofuna, eldhúsið o.s.frv. Oftar en ekki finnur maður eitthvað sem mann vantar og væri til í að eiga, enda vörurnar margar hverjar prýðisgóðar og yfirleitt á fínu verði.
Þegar búið er að vinna bug á valkvíða og ná sáttum milli hjóna um hvað skuli keypt er næsta skref að renna í Ikea og ná í herlegheitin. Þangað kemur maður inn fullur tilhlökkunar, enda búinn að velja sér flott dót á fínu verði, og eins og til að minna mann á að maður hafi valið skynsamlega hanga skilti út um allt með útskýringum á því hvernig Ikea fer að því að bjóða svona frábærar vörur á svo lágu verði. Maður fær húsgögn á hagstæðu verði af því að maður setur þau sjálfur saman, eldhúsinnréttingar á undirverði af því að laghentir og úrræðagóðir Svíarnir framleiða svo ógeðslega mikið af þeim og síðast en ekki síst fær maður 10 kjötbollur með sultu á spottprís af því að maður tekur sjálfur af borðinu eftir matinn (ég tek reyndar alltaf til eftir mig á KFC en það gildir einu, ég borga alltaf jafn andskoti mikið). Og maður les skiltin hugfanginn, og hamingjusamur yfir því að vera kominn á rétta staðinn.
En smátt og smátt fer nú glansinn af öllu saman. Að finna starfsmann er álíka erfitt og að réttlæta það að Sturla Böðvarsson sitji á þingi, og þegar hann loksins finnst hefur hann ekkert að segja nema að varan sé ekki til en komi eftir 3-4 vikur. Þannig gengur þetta koll af kolli: Eftir langa bið eftir starfsmanni í hverri deildinni á fætur annarri, sem allir fara með sama frasann, er maður kominn tómhentur á sjálfsafgreiðslubásana sem eru samkvæmt fjölmörgum sænsk-íslenskum skiltum ótrúlega sniðugir: Þar getur maður bara gripið vöruna sem mann vanhagar um, farið með hana á kassa, borgað með bros á vör og brunað heim að setja hana saman. Sem er n.b. hreint ekkert gaman.
En á sjálfafgreiðslubásunum er það sama uppi á teningnum, þar sést hvorki tangur né tetur af þessum ágætu vörum sem prýða litskreyttan bæklinginn og mann fer helst að gruna að maður sé orðinn þátttakandi í vel útpældum sænskum hrekk, bæklingurinn sé agnið sem allir bíti á og eftir þriggja til fjögurra tíma helför um risastórt húsnæðið muni Auddi Blö. þeirra Svía stökkva í fangið á manni og öskra tekinn! (tatt?). Ekki svo ólíkleg pæling, enda Svíar annálaðir húmoristar .
Ég slapp reyndar út úr þessari sænsku sýndarveröld án þess að Alfons Blonddahl öskraði á mig, en að sama skapi var ég algjörlega tómhentur. Ég hafði lagt af stað frá nýja húsinu mínu í Hveragerði um hádegi á sunnudegi í þeim tilgangi einum að kaupa 6 hluti í Ikea, sem ég hafði valið af kostgæfni í bæklingnum góða, en ekki einn einasti af þessum hlutum var til þegar á staðinn var komið! Það er ótrúlega vel heppnað grín. Til hamingju Svíadruslur, þarna lékuð þið laglega á mig.
Bloggar | 10.9.2007 | 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
-
nkosi
-
ansiva
-
atlifannar
-
skarfur
-
agustolafur
-
amotisol
-
baldurkr
-
bbking
-
bjarnihardar
-
brandurj
-
gattin
-
binnag
-
bryndisvald
-
brynja
-
bestfyrir
-
daxarinn
-
ebbaloa
-
austurlandaegill
-
eirag
-
hjolagarpur
-
ellasprella
-
eythora
-
ea
-
fjarki
-
gesturgudjonsson
-
dullari
-
gretar-petur
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
hugs
-
gummigisla
-
gummisteingrims
-
bitill
-
gunnarfreyr
-
nesirokk
-
rattati
-
hehau
-
hermannol
-
krakkarnir
-
nabbi69
-
swiss
-
810
-
ingimundur
-
ingvarvalgeirs
-
jakobsmagg
-
presley
-
katrinsnaeholm
-
buddha
-
larahanna
-
maggib
-
magnusvignir
-
jabbi
-
palmig
-
rungis
-
snorris
-
slembra
-
lehamzdr
-
svanurg
-
sverrir
-
saedis
-
tinnhildur
-
tommi
-
postdoc
-
doddilitli
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar