Færsluflokkur: Bloggar
Bjarni Harðarson alþingismaður mærði krónuna mjög í pistli sínum um daginn og sagði að ef við hefðum verið svo ógæfusöm að taka upp evru þá væru viðskiptabankarnir allir við það að fara á höfuðið núna! Við værum hins vegar svo heppinn að hafa krónu og það væri sveigjanleiki hennar sem gerði það að verkum að hin alþjóðlega lánsfjárkreppa næði ekki að drepa atvinnulífið.
Það er nefnilega það!
Við þetta má bæta að u.þ.b. 600 fyrirtæki hafa farið á hausinn það sem af er árinu og því er spáð að þau verði a.m.k. 1100 þegar árið er úti.
Afhverju hringir enginn í Bjarna og spyr hann út í þessa stöðu?
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.9.2008 | 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér í Silfri Egils í dag að jafnvel þótt atburðarásin í máli Björns Bjarnasonar og Jóhanns R. Benediktssonar hefði verið óvænt (hvað svo sem það nú þýðir) þá gæfi þetta mál Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að sýna sinn helsta styrk: Að standa saman um stefnu Björns í þessu máli!
Þarna er flokknum rétt lýst. Menn standa saman, hversu vitlausan málstað sem þeir hafa að verja.
Árni Johnsen var kjörinn aftur á þing, Björn Bjarnason var gerður að ráðherra þrátt fyrir met í útstrikunum, Fylgi flokksins í Suðurkjördæmi jókst á sama tíma og Árni Mathiesen "fór á kostum" í ljósmæðradeilunni - að maður tali nú ekki um meðan hann reddaði ástandinu í efnahagsmálunum. Og svo mætti lengi telja.......
Það getur auðvitað verið kostur að vera góður og einbeittur liðsmaður, en þegar liðið er komið þversum út í skurð á sumardekkjunum þá er nú kannski heldur heimskulegt að halda áfram að spóla. Er það ekki?
Bloggar | 28.9.2008 | 19:32 (breytt kl. 19:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir nokkrum dögum birtust af því fréttir í öllum fjölmiðlum að ný skýrsla OECD um menntamál sýndi það svart á hvítu að útgjöld til menntamála hefðu aukist umtalsvert á Íslandi. Stjórnarliðar gripu þetta að sjálfsögðu á lofti og göluðu í nokkra daga á eftir að Íslendingar væru í fremstu röð hvað varðaði fjárframlög til menntamála.
Það hefur hinsvegar minna verið talað um það að í skýrslunni kemur einnig fram að kennaralaun á Íslandi eru um 30% lægri en í öðrum OECD löndum. Skrýtið........
Bloggar | 28.9.2008 | 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sá Illuga Gunnarsson og Karl Th. Birgisson ræða málefni liðinnar viku í sjónvarpinu í gær eða fyrradag. Það var auðvitað ágætlega skemmtilegt, enda báðir óvitlausir.
Illugi lét þess þó getið, um það bil sem umræðan um krónuna var að sliga hann, að nýgerður kjarasamningur við ljósmæður hefði verið vont innlegg í efnahagsmálin - það væri klárt að fyrirtæki réðu ekki við að fara að því fordæmi sem þar var sett, sem var 22% launahækkun!
Í fyrsta lagi hélt ég að kjarasamningur ljósmæðra hefði snúist um leiðréttingu á hróplegu óréttlæti. Ekki endilega um prósentutöluna sem slíka. Kennarar fengu slíka leiðréttingu í síðustu samningum og ég veit ekki betur en það hafi verið mál manna að miða ekki við þá hækkun/leiðréttingu í komandi kjarasamningum. Í það minnsta voru viðbrögð forystumanna ASÍ á þá leið.
Í öðru lagi finnst mér þessi pilla Illuga koma úr hörðustu átt. Voru þingmenn ekki að fá sína þriðju launahækkun á rúmu ári núna um daginn. Þar af afturvirka eingreiðslu upp á 80 þúsund á kjaft.
Ég er reyndar ekki það fróður um launamál þingmanna að ég viti hvort þessar hækkanir jafngildi 22% hækkun, efast raunar um það þar sem þeirra laun eru talsvert hærri en ljósmæðra, en krónutalan er örugglega svipuð.
Bloggar | 28.9.2008 | 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björn segir að fylla þurfi skörðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.9.2008 | 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maggi Tóka hefur nú tekið yfir liðinn Slagorð dagsins. Hann bendir aftur á flott slagorð:
Labello - á allra vörum!
Þetta er snilld
Bloggar | 24.9.2008 | 12:15 (breytt kl. 12:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bjarni Harðarson alþingismaður heldur því fram á bloggi sínu, og annarra, að ástæðan fyrir því að íslenskt viðskiptalíf sé ekki verr statt en raun ber vitni sé sveigjanlegt gengi íslensku krónunnar. Ég endurtek: sveigjanlegt gengi íslensku krónunnar.
Eigum við semsagt að þakka fyrir það að krónan hefur hrapað um 40-50% að undanförnu?
Má ég minna á að Bjarni er alþingismaður.......
Bloggar | 23.9.2008 | 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í stuði með Sjónvarpsmiðstöðinni!
Þetta er nú ekki opinbert, en ég veit til þess að vís maður stakk á sínum tíma upp á þessu í fúlustu alvöru!
Bloggar | 22.9.2008 | 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það heitir allt -dagsins- hjá mér þessa dagana, en ætli það sé samt ekki að verða ár siðan ég kom með síðustu "dönsku dagsins" - og það er ekkert víst að það komi önnur "danska dagsins" á morgun. Meira að segja frekar ólíklegt.
En danska dagsins er at ebbe ud. Það þýðir að fjara út. Það er eitthvað sem mér finnst sniðugt við þetta, veit ekki alveg hvað. Þetta ebbar út..........
Bloggar | 22.9.2008 | 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maggi Tóka benti mér á þetta:
UHU - heldur betur!
Bloggar | 20.9.2008 | 14:51 (breytt kl. 14:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar