Ég lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að mér þætti Samfylkingin best flokka. Samfylkingin fékk síðan ágæta útkomu í kosningunum og myndaði að lokum ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Allt gott og blessað með það. Ég get lítið kvartað yfir framgöngu Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni enn sem komið er a.m.k., hefði reyndar kosið að flokkurinn hefði staðið fastar í fæturna þegar kom að því að semja um stefnumótun stjórnarinnar í Evrópumálum. Þar kastaði flokkurinn fyrir róða sínu helsta baráttumáli, inngöngu í ESB. Því miður. En gott og vel, allt gengur þetta ágætlega.
Í sveitastjórnamálum hér í nágrenninu finnst mér Samfylkingarfólk hins vegar ekki alveg hafa fundið taktinn. Í mínum gamla heimabæ Selfossi orka margar gjörðir flokksins tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Ég ætla svosem ekki að fjölyrða um það hér, en ég nefni sem dæmi umdeild húsakaup og undarlega leigusamninga. Í þessum efnum finnst mér flokkurinn sýna það sem svo margir, sem kannski eru afhuga stjórnmálum, halda stundum fram. Þ.e. að það sé alveg sama hvaða flokkur fari með völdin, stjórnmálamenn hugsi fyrst og fremst um að maka krókinn meðan þeir geti. Og hygla ættingjum og vinum.
Hér í Hveragerði er Samfylkingin í minnihluta. Að vísu heitir stjórnmálaaflið A-listinn, en innan hans er Samfylkingarfólk og listinn því að einhverju leyti á ábyrgð flokksins. Á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku lagði A-listinn fram bókun sem er með þeim ólíkindum að mér er til efs að ég hafi áður séð aðra eins þvælu. Í bókuninni leggur A-listinn til að fyrirhuguðum framkvæmdum við Grunnskólann verði slegið á frest, og rökin eru þau að ekki sé aðkallandi að stækka skólann! Að vísu segir í bókuninni að brýn nauðsyn sé að stækka mötuneyti skólans sem allra fyrst. Ekki veit ég hvernig blessaðir bæjarfulltrúarnir ætla að fara að því, án þess að stækka skólann. Og ef þeim tekst að stækka mötuneytið án þess að stækka skólann í leiðinni býst ég við að óumflýjanlegt sé að eitthvað minnki á móti. Ekki satt? Hvað það á að vera er mér algjörlega hulin ráðgáta.
Sannleikurinn er sá að skólinn er fyrir löngu orðinn alltof lítill. Það má ekki aðeins sjá með augum sérfræðingsins, þ.e. með því að skoða reglur um fjölda nemenda pr.fermetra og annað slíkt, heldur einnig með berum augum leikmannsins. Það blasir við öllum sem vilja sjá að húsnæði skólans er löngu sprungið. Ég ætla ekki að tíunda það nánar hér að sinni, ef fólk vill nánari útskýringar er sjálfsagt að veita þær.
Þessi bókun A-listans hefur skiljanlega vakið nokkuð hörð viðbrögð á mínum vinnustað, sem er einmitt umræddur grunnskóli. Ég þykist vita, og hef reyndar frétt það eftir áreiðanlegum heimildum, að bæjarfulltrúar listans hafi nú ekki beinlínis meint það sem segir í bókuninni og í raun hafi vantað dálítið inn í hana, sem geri það að verkum að hún misskiljist (!). Það er nefnilega það! Er þetta ekki dæmigert fyrir klaufagang vinstri manna í gegnum tíðina? Hversu oft hefur ímynd vinstri manna ekki beðið hnekki vegna einhvers flumbrugangs í framsetningu? Þetta eflaust ágæta fólk virðist hreinlega ekki gera sér grein fyrir því að þegar talið berst að framtíðarsýn í skólamálum í Hveragerði geta andstæðingarnir endalaust vísað í þessa bókun - til marks um vilja A-listans í málaflokknum. Svona þvælu lætur maður einfaldlega ekki hafa eftir sér.
Stjórnmál og samfélag | 21.2.2008 | 13:41 (breytt 5.7.2008 kl. 23:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég kom í fyrsta skipti til Århus um helgina, en þar vorum við ÁMS menn að spila á Íslendingagleði í Folkedansens hus, hvorki meira né minna. Ég var alveg heillaður af borginni, eða í það minnsta því litla sem ég sá af henni. Miðbærinn er allavega afskaplega fallegur og snyrtilegur, og fólkið vingjarnlegt.
Annars má segja að lukkan hafi leikið við okkur því við flugum út á föstudagsmorgun og komum heim í gærkvöldi, þannig að við misstum af óveðrinu sem geysaði hér um helgina. Að vísu lék lukkan ekki alveg jafnt við okkur alla því Magni var veðurtepptur norður á Akureyri og náði ekki morgunvélinni á föstudeginum, en hann komst á endanum.
Ferðalög | 11.2.2008 | 09:09 (breytt 5.7.2008 kl. 23:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja þá er kominn tími á smá montfærslu. Langt síðan besserwizzerinn hefur fengið útrás fyrir hégómagirndina, þó ekki á kostnað annarra höfuðsynda.
Eins og ég sagði frá hér um daginn vorum við félagarnir í Á móti sól að senda frá okkur nýtt lag fyrir um 10 dögum síðan og það fær þessar líka fínu viðtökur. Fer beint á topp lagalistans, sem Félag hljómplötuframleiðenda gefur út. Er semsagt mest spilaða lagið á landinu þessa dagana þrátt fyrir að vera nýkomið út. Ég leyfi mér að monta mig smá yfir því, án þess þó að tapa mér.
Við félagarnir erum síðan að fara til Århus um helgina að spila fyrir Íslendingafélagið þar. Það verður ábyggilega ljómandi gaman, eins og alltaf. Nánar síðar.
Tónlist | 6.2.2008 | 17:11 (breytt 5.7.2008 kl. 23:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég hef oft furðað mig á því hvað svíar eru leiðinlega akkurat. Eða bara leiðinlegir. Líklega leiddi ég fyrst hugann að því þegar hinn sænski umsjónarmaður farfuglaheimilisins í Gautaborg neitaði mér og tveimur félögum mínum um næturgistingu, á þeim forsendum að hann gæti alls ekki tekið við gestum eftir lokun. Klukkan var 22.02 og heimilið lokaði kl. 22.00!
Þetta var árið 1987 og við vorum hvorki veraldarvanir né fjáðir þannig að hótel eða gistihús var einhvernveginn ekkert inni í myndinni, og því brugðum við á það ráð að reyna að láta nóttina líða einhvernveginn. Meðal staða sem við heimsóttum undir morgun, þegar búið var að loka bíóhúsunum og diskótekunum, var heljarstór strípibúlla sem var opin fram eftir öllu. Þar réð hin sænska nákvæmni einnig ríkjum. Strípidísin háttaði sig samviskusamlega á heila og hálfa tímanum, á heila tímanum stóð hún eftir á nærunum einum fata en á hálfa tímanum hélt hún brjóstahaldaranum líka! Milli strípistunda afgreiddi hún svo óáfengan Pripps á barnum. Afskaplega óspennandi prógramm - verulega sænskt.
8 árum síðar kom ég aftur til Svíþjóðar, þá með bekknum mínum í Garðyrkjuskólanum sem var sendur í þriggja vikna námsferð til Hvilan Trädgårdskole, rétt hjá Malmö. Og það var ekki að sjá að svíarnir hefðu neitt slakað á nákvæmniskröfunum síðan ég sá þá síðast . Hópurinn fór tvisvar eða þrisvar yfir sundið til Köben og í þá daga var engin Eyrarsundsbrú komin þannig að það þurfti að taka ferju. Sem var í sjálfu sér ekkert vandamál því siglingin tók ekki nema 40-50 mín. minnir mig, og fjölmargar ferjur í boði þannig að það var alltaf pláss. En ég lýg því ekki að allar þessar ferjur, ábyggilega hátt í 10 stk., fylgdu nákvæmlega sömu áætlun! Hver ein og einasta! Þær sigldu yfir sundið á heila tímanum, líklega á tveggja tíma fresti, þannig að ef þú misstir af einum bát þá þurftirðu bara að gjöra svo vel að bíða eftir að tíu báta strollan kæmi til baka! Við misstum náttúrlega aldrei af bátnum, en okkur fannst þetta engu að síður í meira lagi undarlegt fyrirkomulag.
Mér finnst norðmenn líka skrýtnir, eins og oft hefur komið fram í skrifum mínum, en ég ætla ekki að fjölyrða frekar um þá að sinni. Mér finnst samt rétt að nefna þá því að kveikjan að þessum skrifum mínum var sú að ég var rétt í þessu að furða mig á undarlegum flugfargjöldum hjá SAS-flugfélaginu og ég er aldrei viss um hvort það er sænskt eða norskt. Kannski er það m.a.s. danskt, hvað veit ég? Það hlýtur samt eiginlega að vera sænskt því ódýrustu sætin eru sérstaklega merkt. Allavega sat ég undir risastóru skilti sem á stóð ódýrustu sætin, þegar ég fór með SAS til Stokkhólms í sumar. Ég held að engum nema svíum geti dottið þvílík leiðindi í hug.
En semsagt, talandi um SAS, þá erum við fjölskyldan að skoða hvert við getum farið í sumar og meðal þess sem hefur verið skoðað er Svíþjóð og Noregur. Og það er svo undarlegt að það er u.þ.b. helmingi ódýrara að fljúga til Stokkhólms með viðkomu í Osló, en að fljúga bara til Osló . Semsagt ef þú ferð ekki frá borði í Osló, bíður bara rólegur eftir að ríka liðið komi sér út
, og heldur síðan áfram með vélinni sem leið liggur til Stokkhólms þá borgarðu helmingi minna!
Ég held að maður verði hreinlega að vera svíi eða norðmaður til að fatta upp á svona þvælu.
Ferðalög | 4.2.2008 | 02:39 (breytt 5.7.2008 kl. 23:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég: Nei það er í alvörunni ekki þannig að þeir sem hringja inn á Rás 2 til að biðja um óskalag séu settir í beina útsendingu
Félagi: Ég meina ég heyri oft, t.d. á næturvaktinni, í fólki sem er að hringja inn og biðja um lög oft mjög skrýtin lög og það er bara í beinni útsendingu. Það hittist bara svona á að þegar þeir ákveða að taka símann þá eru yfirleitt einhverjir furðufuglar á línunni!
Ég: Nei ég er að segja þér það að þetta er ekki í beinni. Það eru öll símtöl tekin upp. Það gera allar stöðvar þetta svona, bara til að passa upp á að fólk komist ekki að með einhvern dónaskap. Ég meina hefur þú heyrt einhvern biðja um Slipknot í beinni á Bylgjunni?
Félagi: Já þú meinar. Það er kannski hellingur af fólki búinn að hringja inn og biðja um venjuleg lög en þeir bíða bara eftir að einhver hringi og biðji um Neil Young eða eitthvað svoleiðis.
Ég: Já! Það símtal er síðan spilað við fyrsta tækifæri.
Félagi: Kannski halda þeir líka uppá svoleiðis símtöl, eiga bara Neil Young símtöl á lager?
Tónlist | 2.2.2008 | 09:28 (breytt 5.7.2008 kl. 23:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Við félagarnir sendum frá okkur nýtt lag í vikunni. Lagið heitir Árin og það er hægt að hlusta á brot úr því í spilaranum hér til hliðar.
Bloggar | 28.1.2008 | 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | 24.1.2008 | 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég heyrði nýtt stuðningslag handboltalandsliðsins um helgina. Lagið var hreinlega pantað af Kastljósi (og Sigga Sveins) og höfundurinn, Valgeir Guðjónsson, var ekki seinn að svara kallinu. Útkoman er skemmtilegt og grípandi lag, rétt eins og forveri þess - Gerum okkar besta - sem Valgeir samdi fyrir ólympíuleikana 1988.
Í því sambandi er vert að rifja aðeins upp: 1988 var mikil stemmning í kringum handboltalandsliðið okkar, enda stóð mikið til. Ólympíuleikar í Seoul framundan og liðið, sem hafði verið á stöðugri uppleið síðan á ÓL '84 stóð á meintum hátindi ferils síns.
En þegar til kom stóð liðið engan veginn undir væntingum og var í raun ekki nema skugginn af sjálfum sér.
Nú, 20 árum síðar, er svipuð staða uppi, allavega þegar þetta er ritað en auðvitað er ennþá von til þess að strákarnir sýni hvað í þeim býr. Og þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé eitthvað sniðugt að Valgeir sé að blanda sér í þetta.
Fari svo að strákarnir nái ekki að hrista af sér slyðruorðið mun ég altént draga Kastljósið til ábyrgðar
Bloggar | 21.1.2008 | 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Dægurmál | 20.1.2008 | 12:26 (breytt 5.7.2008 kl. 23:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
....er klárlega blað dagsins!
Í gær hófst Evrópumótið í handbolta, sjálfri þjóðaríþróttinni, í Noregi. Þar öttu Íslendingar kappi við erkifjendur sína Svía í gær, en á íþróttadeild 24 stunda þykir það greinilega ekki fréttnæmt. Allavega er ekki stafkrók að finna í blaðinu um leikinn. Hinsvegar er fjallað ítarlega um bæði golf og íshokkí.
Vel af sér vikið
Bloggar | 18.1.2008 | 09:15 (breytt kl. 15:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
-
nkosi
-
ansiva
-
atlifannar
-
skarfur
-
agustolafur
-
amotisol
-
baldurkr
-
bbking
-
bjarnihardar
-
brandurj
-
gattin
-
binnag
-
bryndisvald
-
brynja
-
bestfyrir
-
daxarinn
-
ebbaloa
-
austurlandaegill
-
eirag
-
hjolagarpur
-
ellasprella
-
eythora
-
ea
-
fjarki
-
gesturgudjonsson
-
dullari
-
gretar-petur
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
hugs
-
gummigisla
-
gummisteingrims
-
bitill
-
gunnarfreyr
-
nesirokk
-
rattati
-
hehau
-
hermannol
-
krakkarnir
-
nabbi69
-
swiss
-
810
-
ingimundur
-
ingvarvalgeirs
-
jakobsmagg
-
presley
-
katrinsnaeholm
-
buddha
-
larahanna
-
maggib
-
magnusvignir
-
jabbi
-
palmig
-
rungis
-
snorris
-
slembra
-
lehamzdr
-
svanurg
-
sverrir
-
saedis
-
tinnhildur
-
tommi
-
postdoc
-
doddilitli
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar