Færsluflokkur: Bloggar

Nýi Kjartan?

Einar Bárðarson vinur minn er byrjaður að vinna ímyndarvinnuna sína fyrir Kjartan Ólafsson alþingismann Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Það er greinilegt að það á að láta líta svo út að Kjartan sé maður fólksins, sparsamur og ábyrgðarfullurWink.

Í morgun birtist frétt þess efnis að hann hygðist ekki bruðla með fé í kosningabaráttu sinni, hann hefði ákveðið að opna kosningaskrifstofu í bílskúrnum hjá sér. Í gær skrifar Kjartan síðan langa grein þar sem hann mærir sjálfan sig fyrir að hafa mælt með aukinni sláturtöku landans á því herrans ári 2007!

Þetta er álíka hallærislegt útspil og þegar þingmenn Alþýðubandalagsins klæddu sig í gallabuxur og fóru að taka strætó fyrir einhverjar kosningarnar á 9. áratugnum Sick.


Frasi dagsins!

„Hverjum geturðu treyst ef þú getur ekki treyst bílasalanum þínum?"

Þetta er flottasti frasi sem ég hef heyrt lengi Smile


Birgir Ármannsson...

...tjáir sig um það í dag að honum þyki uppsagnir seðlabankastjóranna og umræður um pólitískar hreingerningar í stjórnkerfinu hafa á sér afar ógeðfelldan blæ!!!

Eins víkur hann að hinni meintu pólítísku heift sem margir sjálfstæðismenn hafa haft á orði að stjórni gjörðum Samfylkingarinnar í þessum málum!

Það er dálítið merkilegt með Sjálfstæðisflokkinn að í öðru orðinu tala menn þar á bæ um að í fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki verið málefnaágreiningur varðandi Seðlabankastjórnina, en svo þegar á að fara að taka til hendinni þá verður allt vitlaust! Frjálshyggjumannvitsbrekkur flokksins koma nú fram hver upp af annarri og lýsa vanþóknun sinni á þeim æðibunugangi nýrrar stjórnar að ætla sér að setja sjálfan Davíð Oddsson af!

Meira að segja hafa sumir leyft sér að nefna það hversu dýrt það yrði fyrir þjóðarbúið að segja honum upp, því hann fái þá svo mikið í biðlaun! Jæja Birgir og þið allir. Eigum við að ræða eitthvað hvað það hefur kostað okkur að hafa hann í þessu embætti? Hver er nú ábyrgur fyrir því?

Ég held að Birgir og hans félagar ættu að draga djúpt andann áður en þeir fara að tala um kostnað. það er allavega alveg ljóst að þeir kunna ekki að skammast sín, og hafa þeir þó ærna ástæðu tilSmile.  


Að hafa stjórn á „liðinu”

Þó ég fagni því vissulega að ríkisstjórn Geirs H. Hårde sé loks farin frá þá fagna ég ekkert endilega nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Ég hef verið þeirrar skoðunar allt síðan í haust að við þær aðstæður sem hér hafa skapast ættu stjórnmálaflokkarnir að stíga til hliðar og láta valinn hóp sérfræðinga sjá um stjórn landsins fram að kosningum. Hvenær svo sem talið væri ráðlegt að láta þær fara fram. Ég er enn á þessari skoðun.

Það er því miður hætt við því að þeir flokkar sem skipa munu stjórnina næstu 2-3 mánuði muni ekki treysta sér til að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir, sem óhjákvæmilega hlýtur þó að þurfa að taka, af ótta við að það muni skapa þeim óvinsældir í komandi kosningum. En auðvitað vonar maður það besta. Það má kannski hugga sig við það, að það er líklega enginn stjórnmálamaður líklegri til að taka rösklega á málum en einmitt Jóhanna Sigurðardóttir, sem fær nú loks verðugt tækifæri til að sýna hvað í henni býr.

En þrátt fyrir að ég ætli ekki að hrópa húrra fyrir komandi ríkisstjórn, a.m.k. ekki svona fyrirfram, þá verð ég að segja að kvartið í Sjálfstæðismönnum yfir meðferð Samfylkingarinnar á sér er alveg ótrúlega þreytandi. Eiginlega bara barnalegt.

Það er kannski lýsandi dæmi um hjarðeðli Sjálfstæðisflokksins, sem ég hef svo oft tjáð mig um, hvernig þeir túlka aðdraganda stjórnarslitanna. Þá á ég við að Geir og fleiri hafa komið fram og lýst því að sundrungin í Samfylkingunni sé þvílík að formaðurinn hafi ekkert ráðið við flokkinn! Þeir semsagt þekkja ekkert annað en að hlýða foringja sínum í blindni, og ef einhver formaður tekur sig til og hlustar á raddir flokksbræðra sinna, þá hefur hann að mati Sjálfstæðismanna ekki stjórn á liðinu! Þetta finnst mér lýsandi dæmi um hugsunarhátt Sjálfstæðismanna. Hinn almenni flokksmaður á bara að kjósa flokkinn og vera svo til friðs, annars er hann ekki góður liðsmaður Smile.


Hressandi dagur

Það hefur margt merkilegt gerst í dag, eins og allir vita, og auðvitað er það sérstakt fagnaðarefni að loks hafi tekist að koma þessari hörmulegu ríkisstjórn frá völdum.

En það er margt annað sem hefur gerst í dag og á undanförnum dögum sem er í senn merkilegt og gleðilegt. Það er t.d. afar hressandi að sjá á bloggsíðum hér og þar, og heyra á  tali fólks, að það eru til Sjálfstæðismenn hér á landi sem taka ekki sjálfkrafa undir hallærislegt yfirklórið í Geir Haarde, Sigurði Kára og fleirum varðandi ástæður endaloka stjórnarinnar, heldur gera sér grein fyrir því að samstarfið var búið að vera lengi í andarslitrunum og einnig því að þar var m.a. um að kenna tregðu Sjálfstæðisflokksins til að gera nauðsynlegar breytingar.

siggibiggi_781549.jpg

Ég verð að segja að þetta þykir mér mikið gleðiefni, því ég get varla sagt að ég hafi áður heyrt Sjálfstæðismenn svo mikið sem viðra þann möguleika að eitthvað geti verið að hjá þeim. Þetta er því mikið batamerki. Það má ekki halda að ég segi þetta af því að ég sé "í liði" með Samfylkingunni og taki því sjálfkrafa afstöðu með henni, hún á auðvitað sinn þátt í þvi hversu vonlaus þessi rikisstjórn var. En á þessari stundu snýst málið bara alls ekki um hver sagði hvað við hvern og hvenær, heldur einfaldlega það að Samfylkingin var fyrri til að átta sig á að ríkisstjórnin var handónýt. Hnýtingar Geirs og Ingibjargar í hvort annað í dag voru hvorugu þeirra til framdráttar og kannski sorgleg sönnun þess hve illa var í raun fyrir samstarfinu komið. Samstarfi sem byrjaði og endaði með kossi Smile.

c_bloggmyndir_einn_a_munninn_781507.jpg

Meðal Sjálfstæðismanna sem mér finnst hafa tekið skynsamlega afstöðu í dag er t.d. bæjarstjórinn okkar, Aldís Hafsteinsdóttir, sem verður nú að teljast "alvöru" Sjálfstæðismaður. Flokkast með helstu foringjum flokksins á landsbyggðinni geri ég ráð fyrir. Hún segir á heimasíðu sinni í dag: Tregða Sjálfstæðismanna til að gera nauðsynlegar breytingar og koma þannig til móts við fólkið í landinu og samstarfsflokkinn stóran hlut í því ástandi sem hér ríkir nú. Ég fagna þessum skrifum Aldísar.

Það er einnig afar hressandi að sjá að nú virðist þjóðin aftur hafa eignast kæna stjórnmálamenn. Það hefur verið skortur á útsjónarsömu fólki í pólitíkinni, nú um allt of langa hríð, og ótrúlega litlaust oft á tíðum að líta yfir hið pólitíska svið. Ég hef t.d. margoft vikið að því hversu afspyrnulélegir mínir menn í Samfylkingunni hafa verið í ímyndarbaráttu sinni. Hreinlega pínlegir á köflum. 

Björgvin G. Sigurðsson sýndi mikla kænsku þegar hann sagði af sér ráðherradómi. Hann vissi auðvitað, geri ég ráð fyrir, að lífdaga stjórnarinnar mætti telja á fingrum annarrar handar og því hljóp hann til og sagði af sér með tilheyrandi fréttamannafári! Stal mómentinu algjörlega og getur kinnroðalaust sagt að hann hafi farið undan með góðu fordæmi og hjálpað til við að losa þjóðina við ríkisstjórn sem enginn vildi halda lifandi, nema nokkrir veruleikafirrtir Sjálfstæðismenn - og kannski Ingibjörg Sólrún.

bjorgving.jpg

Mér fannst þetta mjög klókt hjá Björgvini og það má heldur ekki horfa fram hjá því að þó að hann hafi að einhverra dómi stigið þetta skref of seint, þá gerði hann það þó að minnsta kosti. Og losaði okkur við stjórn FME í leiðinni. Hafi hann ævinlega þökk fyrir það!

Það bera margir ráðherrar fráfarandi stjórnar meiri ábyrgð á ástandinu en Björgvin Guðni, það held ég að öllum sé ljóst, en ég er samt á því að ákvörðun hans um að segja af sér var hárrétt. Rétt og klókSmile.

Annar klókur stjórnmálamaður hefur ruðst inn á sviðið á síðustu dögum. Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýr formaður Framsóknarflokksins. Hann hefur sýnt mikla skynsemi í málflutningi sínum, öfugt við flesta framsóknarmenn um allt of langt skeið!

sigmdav.jpg
Það eru t.d. mikil klókindi fólgin í tilboði hans um að veita hugsanlegri minnihlutastjórn Samfylkingar og VG brautargengi, með því að lofa að verja hana falli. Ummæli Sigmundar í dag, að hann teldi að Framsóknarflokkurinn ætti ekki að setjast í ríkisstjórn fyrr en hann hefði endurnýjað umboð sitt í kosningum er vel hugsað ímyndarbragð - alveg frábært útspil.

Fyrir það fyrsta er þetta auðvitað alveg hárrétt hjá Sigmundi, og aukinheldur mjög á skjön við þankagang Framsóknarmanna í gegnum tíðina - sem er afskaplega hressandi. Í öðru lagi er þetta einfaldlega alveg pottþéttur leikur í stöðunni, vegna þess að þetta veitir flokknum tækifæri til að sýna fram á að hann skorist ekki undan ábyrgð, án þess þó að hann verði dreginn til ábyrgðar - ef allt fer nú á versta veg. Tær snilld Smile


Afhending styrkja

Hljómlistarfélag Hveragerðis er lítill tónlistarklúbbur sem við stofnuðum fyrir u.þ.b. ári síðan, nokkrir tónlistarmenn hér í bænum. Í stjórn félagsins sitja auk mín þeir Kristinn Harðarson, Páll Sveinsson, Sigurður Egilsson, Sævar Helgason og Sölvi Ragnarsson, en við erum allir formenn Smile.

Einu lög félagsins eru á þá lund að enginn formaður þiggur laun fyrir vinnu sína, en hlutverk félagsins er fyrst og fremst að efla og styrkja tónlistarlíf í bæjarfélaginu, sem og að láta gott af sér leiða á sem flestan hátt.

Þeir viðburðir sem félagið kom að, eða stóð fyrir, á síðasta ári voru eftirfarandi: Minningartónleikar um Bergþóru Árnadóttur í tengslum við Blómstrandi daga, styrktartónleikar á Hótel Örk í október s.l., styrktartónleikar í Hveragerðiskirkju á aðventunni og svo að sjálfsögðu Sölvakvöldið.

Fyrir tónlistarflutninginn á Blómstrandi dögum fékk félagið greitt og eins varð í fyrsta sinn hagnaður af Sölvakvöldinu. Því fannst okkur rétt að drífa í að styrkja góð málefni. Við blésum af því tilefni til styrkjahátíðar í Listasafninu þar sem við buðum upp á rammíslenskar veitingar og fallegan söng Hverafuglanna, sem er kór eldri borgara hér í bæ, - og deildum út styrkjum.

Að þessu sinni voru það fjórir aðilar sem fengu styrki.

Hveragerðiskirkja fékk styrk að upphæð 200 þúsund krónur. Upphæðin rennur í sjóð sem kirkjan hefur yfir að ráða og ætlað er að hjálpa fólki í fjárhagskröggum. Nokkuð er um að fólk leiti til kirkjunnar eftir fjárhagslegri aðstoð og ekki ólíklegt að þörfin fyrir slíkt muni aukast enn frekar eftir því sem líður á þennan kreppuvetur.  

Hljómsveitin Hitakútur fékk styrk að upphæð 100 þúsund krónur til að fjármagna upptökur á sinni fyrstu hljómplötu, en drengirnir eru einmitt að leggja lokahönd á gripinn þessa dagana.

Hljómsveitin Húrrígúrrí fékk styrk að upphæð 50.000 krónur til að fjármagna upptökur á eigin efni, en þeir eru að stíga sín fyrstu skref í þeim efnum á næstu vikum.

Þá fékk Grunnskólinn í Hveragerði afhentan DVD spilara af fullkomnustu gerð, ásamt tilheyrandi tengibúnaði. Formenn Hljómlistarfélagsins munu sjálfir sjá um að setja búnaðinn upp í sal skólans, en myndsýningarbúnaður skólans hefur nú um nokkurt skeið verið í ólagi. 

Það er von okkar í Hljómlistarfélaginu að starfsemin verði áfram svo blómleg að við getum gert slíka styrkjaafhendingu að árlegum viðburði.

Takk fyrir okkur Smile


Aðeins um ástandið

Ég vék að því í bloggfærslu í gær að það hefðu verið reginmistök hjá Samfylkingunni að slíta ekki stjórnarsamstarfinu á haustmánuðum. Á þeim tímapunkti naut flokkurinn enn talsverðs fylgis, enda ekki verið lengi í stjórn, en með hverri vikunni sem liðið hefur síðan þá hefur fylgið við flokkinn minnkað - enda svo gott sem ófyrirgefanlegt að halda lífinu í svo hörmulegri ríkisstjórn sem við búum við.

Nú er útlit fyrir að forysta flokksins neyðist til að láta undan þrýstingi flokksfélaga víðsvegar að af landinu, um að láta Sjálfstæðisflokkinn lönd og leið og hætta að taka þátt í þessu rugli.

Það er vonandi að Ingibjörg og félagar láti verða af því, en það hefur að sönnu orðið þeim ansi dýrkeypt að hanga svona lengi á hræinu. Samkvæmt skoðanakönnunum í dag er fylgi flokksins áþekkt fylgi framsóknarflokksins. Til hamingju með það!

Ég er á því, og hef lengi verið, að það verði að mynda hér einhverskonar starfsstjórn. Helst utanþingsstjórn. Kosningar eru að mínu viti ekki forgangsatriði. Forgangsatriði er að fá fólk til starfa sem tekur á málunum. Kortleggur vandann og greinir þjóðinni frá honum - og tekst siðan á við hann með markvissum hætti. Ekkert af þessu hefur ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar gert, þrátt fyrir að Geir haldi öðru fram. Án haldbærra raka reyndar. Við getum einfaldlega ekki búið við slíkt úrræðaleysi öllu lengur.

Svo ég líti mér nær þá held ég því miður að það megi á margan hátt segja það sama um bæjarstjórnina hér í Hveragerði. Nú er ég alls ekki að hvetja til þess að bæjarstjórnin segi af sér, enda hefur hún um margt staðið sig ágætlega, en mér finnst samt skorta á að hér sé tekið á vandanum með skynsömum hætti. Vandi sveitarfélagsins hefur vissulega verið kortlagður og íbúum greint frá honum, að einhverjum hluta a.m.k., en það skortir dálítið upp á að leitað sé annarra leiða en að skera niður og gæta aðhalds. Það leynast allsstaðar sóknarfæri og það er ýmislegt hægt að gera, bæði til að laða að nýja íbúa - og ekki síður til að halda í þá sem fyrir eru. 

Ég veit um óþægilega marga sem eru fluttir héðan, síðan kreppan skall á. Það er ansi bagalegt, en engu að síður staðreynd. Sumir hafa misst vinnuna og farið til útlanda í atvinnuleit, meðal þeirra eru heimilisfeður sem skilja fjölskyldur sínar eftir hér í bænum meðan þeir afla tekna til reksturs heimilanna erlendis. Það er ósköp skiljanlegt, enda afar hagstætt að fá borgað í erlendri mynt þessa dagana. Ég hef fullan skilning á aðstæðum þessa fólks, en eins og einn þeirra sem eru í þessari aðstöðu benti mér á þá mun hann borga sitt útsvar og önnur skattaleg gjöld erlendis meðan fjölskyldan nýtur þjónustu Hveragerðisbæjar, en hann á börn sem stunda nám í grunnskólanum. Hefur bæjarstjórnin hugsað út í þetta? Það má ekki skilja mál mitt sem svo að ég sé að agnúast út í þetta fólk, síður en svo. Mér finnst bara sorglegt að horfa á eftir góðu fólki úr bænum okkar - án þess að nokkuð sé að gert.


Halló!

Þurfa flokkarnir tóm til að búa sig undir umræðu um efnahagsmál??? Hvað hafa þeir verið að hugsa um fram að þessu? Var virkilega ekki hægt að nota neitt af þessu rúmlega mánaðarlöngu jólafríi til að undirbúa umræðu um efnahagsmál? Er eitthvað annað í gangi?
mbl.is Rætt um efnahagsmál á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktleysi Samfylkingarinnar

Það væri í takt við taktleysi Samfylkingarinnar, allt frá síðustu kosningum, ef flokkurinn ákveddi að slíta stjórnarsamstarfinu á þessum tímapunkti. Ég hef verið þeirrar skoðunar frá því að kreppan skall á að flokkurinn ætti að slíta stjórnarsamstarfinu hið snarasta og vinna að því að þjóðstjórn tæki til valda - og starfaði a.m.k. fram á vorið.

Hefði flokkurinn borið gæfu til þess hefði hann komið miklu sterkari út úr þessu hörmungarsamstarfi en hann gerir með því að hrökklast frá völdum í dag. Það held ég að enginn þurfi að efast um.

Skoðanakannanir á þeim tíma sýndu í raun ótrúlega mikinn stuðning við flokkinn, þrátt fyrir að ekki væri nokkur leið fyrir hann að smeygja sér algerlega undan ábyrgð á ástandi mála.

Eftir því sem vikurnar líða hefur fylgið við flokkinn hinsvegar minnkað jafnt og þétt og margar undarlegar athugasemdir flokksformannsins, Ingibjargar Sólrúnar, hafa ekki orðið til þess að auka vinsældirnar. Til dæmis stuðningsyfirlýsing hennar við Árna M. Mathiesen og sá fádæma hroki sem hún sýndi almenningi með ummælum sínum á frægum borgarafundi í Háskólabíói í haust. Ummælum sem rötuðu auðvitað beina leið í áramótaskaupið!

Þegar svo við bætist að framsóknarmenn hafa, að því er virðist, borið gæfu til að velja sér skynsaman formann þá er allt eins víst að komandi kosningabarátta muni reynast Samfylkingunni býsna erfið. Það verður allavega að teljast frekar líklegt að einhverjir óánægðir stuðningsmenn Samfylkingar geti vel hugsað sér að styðja fremur Sigmund Davíð og hans nýju forystu, en flokk sem sneri algerlega baki við öllum sínum hugsjónum - til þess eins að fá að vera í ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem mun ábyggilega flokkast með allra lélegustu stjórnum lýðveldisins þegar sagan verður skoðuð.

Stjórnmálaskýrendur hafa sumir leitt að því líkum að eina ástæðan fyrir því að flokkurinn hafi kosið að halda lífi í þessari máttlausu stjórn væri sú að eina raunhæfa leiðin til að koma Íslandi í ESB, sem er jú helsta stefnumál Samfylkingarinnar, væri að teyma Sjálfstæðisflokkinn með sér þangað. Undir hótunum um að ella yrði samstarfinu slitið. Þetta gat ég svosem skilið, því án þess að ég sé sérstakur aðdáandi ESB þá er þó altént hægt að segja að með þessari fléttu sé flokkurinn a.m.k. að vinna að einhverjum stefnumálum sínum. Hvað sem mönnum finnst um aðferðirnar.

Nú veit ég ekkert um hvort stjórnin er sprungin, en sé hún það fagna ég auðvitað með restinni af þjóðinni. En að leysa hana upp í dag, rétt áður en samstarfsflokkurinn tekur afstöðu til aðildarviðræðna við ESB finnst mér harla undarlegt. Hvaða afsökun hefur flokkurinn þá fyrir að halda svona lengi lífi í þessari hörmulegu ríkisstjórn?  


mbl.is Fundað með flokksformönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin úr jólafríi

Einhver skríll, sem á væntanlega ekkert skylt við íslenska þjóð, hefur eytt megninu af deginum í að mótmæla fyrir framan Alþingishúsið. Viðbrögð ráðamanna eru vitanlega misgáfuleg.

Geir Haarde er gríðarfúll yfir því að fá ekki að vinna vinnuna sína í friði. Áttar sig engan veginn á því að ein meginástæða þess hve illa við erum stödd er einmitt sú að við höfum allt of lengi leyft honum og félögum hans að "vinna vinnuna sína" í friði.

Þorgerður Katrín segist skilja reiði þeirra sem mótmæla, þetta fólk sé hrætt við að missa vinnuna og svoleiðisGrin

Hún segir jafnframt að mótmæli megi ekki snúast upp í andhverfu sína........hmmmmm..........hefði kannski átt að hugsa aðeins áður en hún greip til svo háfleygs orðfæris??? Ætli maður geti gert kröfu til þess að menntamálaráðherra tali og skilji íslensku?

Þorgerður lýsti einnig þeirri skoðun sinni að ótækt væri að boða til kosninga í því ástandi sem uppi væri. Fyrirgefðu, voru þingmenn ekki fyrst í dag að koma úr rúmlega mánaðar löngu jólafríi??? Ef ástandið er svona grafalvarlegt að ríkisstjórnin verður hreinlega að sitja sem fastast svo allt fari nú ekki til andskotans (og hver er staðan núna aftur?Shocking), hvernig stendur þá á því að menn leyfa sér að taka 40 daga jólafrí??? 

Hr. Árni M. Mathiesen notaði svo tækifærið í dag og lýsti því yfir að hann sæi enga ástæðu til að segja af sér. Flottur Smile.  


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband